Heilsuvernd - 01.05.1947, Qupperneq 19

Heilsuvernd - 01.05.1947, Qupperneq 19
HEILSUVERND 11 Dr. Nolfi er ströng í kröfum sínum um að borða að- eins náttúrlega og lifandi fæðu. Hún telur, að maðurinn liafi lengst af verið hráæta og jurtaæta. En því meir sem menn neyti af gervifæðu og soðinni fæðu, þeim mun kvillasamari verði þeir og móttækilegri fyrir allskonar næma og ónæma sjúkdóma. Og vfirleitt séu sjúkdóm- ar ekki annað en bein afleiðing af þvi að brjóta það lögmál, sem lífinu er áskapað. Eins og dr. Bircher-Benner, heldur dr. Nolfi því fram, að hitaeiningamæling fæðunn- ar sé rangur mælikvarði á gildi liennar. Hinn rétti mæli- kvarði sé sólarorka eða ljóseiningar, ef liægt væri að á- kveða þær. Og það er sólarorkan eða lifgildi fæðunnar en ekki hitaeiningafjöldinn, sem ræður mestu um fæðu- þörfina. Þeir sem borða hráfæðu, kornast af með miklu minni mat og færri hitaeiningar, vegna þess að liún hefir meira næringargildi. Hrá fæða meltist fljótar en soðin, öfugt við það, sem almennt er lialdið. Meltingarfærunum verð- ur síður ofboðið með of miklum og tormeltanlegum mat, blóð og vökvar likamans verða hreinni. Suðan drepur fínustu og viðkvæmustu eiginleika fæðunnar, rýrir lif- gildi liennar og sólarorku, þótt hitaeiningafjöldinn liald- ist óbreyttur. Lifandi fæða er lífi og heilsu hin fyrsta og veig'amesta nauðsyn. Humlegaarden er liið friðsælasta heimili, þar sem allir eru samtaka, Nolfihjónin, fósturdóttirin og gestirn- ir. Ég átti daglega lal við gestina. Voru þeir liinir ánægð- ustu með vistina. Þeim var léttara um hugsun og hreyf- ingar en áður. Margir sögðu við mig, að þeir væru eins og nýir menn, sælli og betur á sig komnir. En mesta á- nægju bafði ég af viðræðunum við dr. Nolfi sjálfa. Skoð- anir okkar um lieilbrigði og sjúkdóma fóru saman í flestum atriðum. Fagnaðarboðskapur. Are Waerland og dr. Nolfi eru af- reksmenn. Þau liafa farið nýjar leiðir i rannsóknum sín- um og heilsubótaraðferðum, ráðizt að orsökum sjúkdóm-

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.