Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 22

Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 22
14 HEILSUVERND fellda þreyta gerði mig önuglynda og óþolinmóða. Ég braut Iieilann um orsökina til þessarar þreytu en gat ekki fundið hana. Mér datt i hug, að þetta væru ellimörk, en þótti það lielzti snemmt. Einn sjúklingur minn, sem sá til mín út um glugga, hugsaði með sér: „lAnnaðhvort er dr. Nolfi veik, eða hún er sárþreytt“. Það var áberandi þreytusvipur á andliti, augun voru dauf, jafnvel þegar ég brosti. I maímánnði 1941 tók ég af tilviljun eftir því, að í hægra brjóst var komið allstórt her, á stærð við litla hnetu. Ég skeytti þessu engu, taldi víst, að allt hrámetið, sem ég borðaði, mundi vernda mig gegn krabbameini. Og' svo sljó var ég og þreytt, að þetta leið mér gjörsam- lega úr minni, þar til eitthvað 5 vikum síðar, að ég varð þess vör, einnig af tilviljun, að æxlið var orðið á stærð við hænuegg. Það var liart og hnútótt og vaxið fast við húðina á gómstórum bletti. Þykir læknum þetta allt ör- ugt mcrki þess, að um krabbamein sé að ræða. Það rann nú allt í einu upp fyrir mér sú skelfilega vissa, að ég væri búin að fá krabbamein og þarna væri skýringin á slappleika þeim og þreytu, sem bafði ásótt mig svo mjög. Mér komu aðeins allra snöggvast í hug hin venjulegu ráð, skurður, radíum eða röntgengeislar. Mér var það ljóst, að árangur af þeim var mjög vafasamur, i flest- um tilfellum enginn eða aðeins gálgafrestur. Lækningin. Ég liafði margsinnis sagt við sjúklinga mína, að ég væri viss um, að hráfæði gæti læknað krabba- mein, ef byrjað væri í tæka tíð. Undanfarin 5—6 ár hafði ég notað þessa aðferð við kýlum og með góðum árangri. Og nú var tækifæri til að reyna hana við krabbameini á sjálfri mér og sýna svart á hvítu, að hægt væri að; lækna krabbamein með hráfæði. Næstu mánuði nærðist ég eingöngu á liráfæði, og auk þess var ég í sólbaði 3 klukkustundir á dag, allsnakin. Fyrstu 2 mánuðina léttist ég úr 63 kg. niður í 54 kg., en

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.