Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 24
1(5
HEILSUVERND
um þessa lækningu og sýna örið, en ég var auðvitað í þessu
félagi. En ég fékk blákalt nei við þeirri beiðni. Þá rit-
aði ég grein um reynslu mína og sendi liana tímariti
lækna, „Ugeskrift for Læger“. Sama svarið, greinin
fékkst ekki birt þar, og jafnframt var mér ráðlagt, að
birta ekkert um þetta i dagblöðum. Einum velviljuðum
starfsbróður mínum tókst þó að fá birta grein um þetta
í einu blaði.
Eftir þessar undirtektir ritaði ég nú lítið kver, sein ég
kallaði „Þgðing hráfæðu í heilbrigði og sjúkdómum“
og seldist upp á stuttum tíma í tveimur útgáfum. Dag-
blöðin tóku kverinu vinsamlega, en læknablaðið réðist á
mig í stuttum ritdómi um kverið, varaði við því og líkti
mér við skottulækna. Þessari árás svaraði ég með stuttri
blaðagrein.
(Þýtt úr „Levende Föde“).
Heilhveitibrauð með hveitihýði.
1000 gr. heilhveiti; 250 gr. hveitihýði (klíð); 1 lítri vatn
(mjólk, undanrenna); 4 litlar tesk. (kúfaðar) þurrger; 1 tesk.
sykur.
Gerið ásamt sykrinum er leyst upp i (4 bolla af 30 stiga heitu
vatni. Hrært saman við vökvunina, sem á að vera 35 stiga heit.
Heilhveiti og hýði blandað saman og vökvunin lirærð saman við
% af því. Látið standa á hlýjum stað og lyfta sér í 2—3 klst. og
breytt yfir á meðan. Þá er afgangurinn af mjölinu hnoðaður
saman við og hnoðað, þar til deig'ið er orðið mjúkt og sprungu-
laust. Bakað í 1 klst. við fullan hita.
Græskulaust gaman.
Bóndakonan (við lyfsalann): Skrifið þér nú greinilega á glös-
in, hvort þeirra á að vera handa manninum mínum og hvort
Iianda hestinum. Ég.má ekki við því, að blessaðri skepnunni
hlekkist neitt á fyrir mistök, svona rétt í byrjun vorannanna.
Maðurinn: Hvernig líður lionum veika frænda þínum, dreng-
ur minn?
Drengurinn: Honum líður illa, hann er dáinn.