Heilsuvernd - 01.05.1947, Qupperneq 27

Heilsuvernd - 01.05.1947, Qupperneq 27
HEILSUVERND 19 cr þröng pípa, um 25 sentímetrar á lengd, og liggur mð- ur í magann. Fæðan rennur niður eftir vélindinu, bæði vegna eigin þunga og ennfremnr vegna vöðvasamdrátta í veggjnm þess. Þessir vöðvasamdrættir ganga sem einskonar bvlgjuhrevfing (peristaltik) eftir veggjum vcl- indisins, og sama er að segja um smáþarmana og rist- ilinn. Maginn er liinn mikli forgarður þarmanna. Hann ligg- ur að mestu leyti vinstra megin í kviðarholinu ofarlega og er líkur poka i lögun. Efra magaopið, þar sem vélind- ið kemur inn í lnmn, lieitir ccirdia, en neðra magaopið, sem oiinast inn í skeifugörnina, er kallað pylorus. Þegar fæðan kemur niður í magaun hlönduð munn- vatninu, safnast hún fyrst fyrir í efri hluta hans, en rennur síðan smátt og smátt niður í neðri hlutann. f maga- veggjunum eru kraftmiklir vöðvar, sem strokka fæðuna, Imoða liana og ella, unz hún liefir blandazt vel maga- safanum, sem er súr. Við og við opnast neðra magaopið og hleypir dálitlum skammti af fæðumaukinu, sem nú er orðið hálffljótandi, inn í skeifugörnina. Þegar þessi súra gusa kemur inn i skeifugörnina, lokast magaopið samstundis og helzt lokað, unz meltingarvökvarnir í skeifugörninni, sem eru lútargæfir, hafa eytt súrnum. Þá opnast magaopið á ný, hleypir nýjum skammti í gegn og svo koll af kolli. Meltingin í maganum tekur mislangan tíma, eftir því hverskonar matur er i hann látinn. Sjaldan mun hún taka minna en eina klukkustund eða meira en 5 klst. f maga- safanum cru þrennskonar vökvar frá kirtlum, sem eru dreifðir um slímhimnur magans. Þessir vökvar eru slím, saltsýra og kirtilvökvi, sem inniheldur pepsín, en það er efnakljúfur, sem leysir sundur eggjahvítu með aðstoð saltsýrunnar. Magasafinn liefir engin veruleg áhrif á fitu né sterkju. Ifinsvegar leysir hann í sundur vefi, sem um- lvkja fituna, og auðveldar því starf þeirra meltingarvökva, sem gegna því hlutverki að leysa sundur fituna, þegar

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.