Heilsuvernd - 01.05.1947, Qupperneq 28

Heilsuvernd - 01.05.1947, Qupperneq 28
20 HEILSUVERND niður í þarmana er komið. Úr maganum síast svo að segja engin næring inn í blóðið, og það er fyrst í þörm- unnm, að upptaka næringarinnar í blóðið liefst að marki. f skeifugörn og þörmum lýkur þeirri sundurleysingu og ummyndun fæðunnar, sem liófst í munninum. 1 skeifugörninni blandast fæðumaukið tveimur þýðingar- miklum kirtilvökvum, sem koma livor frá sínu líffæri eftir kirtilgöngum inn í skeifugörnina rétt neðan við magaopið, gallið frá lifrinni og brissafinn frá briskirtlin- um. Þessir meltingarvökvar, ásamt þarmasafanum, vinna úr fæðunni þau efni, sem líkaminn getur notað sér til næringar, og umbreyta þeim þannig, að þau geti síazt inn í blóðið gegnum þarmatoturnar og aðra frumubópa í frumuveggjunum, sem til þess eru ætlaðir. Ristillinn. Þegar afgangurinn af fæðumaukinu hefir farið smáþarmana á enda, en þeir eru 7 metrar á lengd, tæmist það inn í ristilinn, þetta merkilega líffæri, þar sem lýkur meltingunni og upptöku næringarinnar í blóðið. Ristill- inn gegnir því hlutverki ásamt tönnunum að brjóta nið- ur þær trénisumbúðir, sem geyma fjörefna- og steinefna- auðævi jurtanna. En hér eru það bvorki vöðvalireyfingar né meltingarvökvar, sem vinna þetta þýðingarmikla melt- ingarstarf, lieldur notar náttúran annað, framandi vinnu- afl. Svo er mál með vcxti, að fáum klukkustundum eftir fæðingu hvers barns setjast herskarar af örsmáum líf- verum að í ristli barnsins. Þetta eru margar tegundir gerla, sem eru ósýnilegir með berum augum, og' heita þeir mikilvægustu Bacillus Bifidus og Bacillus Acidofil- us á vísindamáli. Þessir gerlar nærast á tréni (cellulose) jurta og jafnframt því leysa þeir úr læðingi liin þýðingar- miklu næringarefni, sem það umlykur, svo að þau koma líkamanum að notum. En þeir hafa einnig öðru hlutverki að gcgna í ristlinum. Þeir eru einskonar útverðir okkar og verndarar gegn liinum beilsuskæðu rotnunarbakterí- um og' heyja gegn þeim baráttu upp á líf og dauða. Og

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.