Heilsuvernd - 01.05.1947, Page 29
HEILSUVERND
21
það er óhætt að segja, að heilsu okkar sé vel horgið, með-
an þessir vinveittu gerlar liafa yfirhöndina, því að heilsu-
far okkar er að miklu ieyti komið undir bakteríugróðr-
inum i ristlinum. Ef rotnunarbakteríurnar ganga með
sigur af hólmi og verða í meiri liluta, hreytist ristillinn í
einskonar sorpræsi, fullt af rotnandi matarleifum, og
endaþarmurinn verður að nokkurskonar salernisfötu,
þar sem þessi rotnandi matarúrgangur liggur klukku-
stundum og sólarhringum saman. Skaðleg eiturefni, sem
myndast við rotnunina, síast í sífellu inn i sogæðavökva
og blóð og berast síðan um allau líkamann. Þegar til
lengdar lætur, leiðir óumflýjanlega af þessu margskon-
ar sjúkdóma, þannig að ristillinn og endaþarmurinn verða
réttnefndar sóttkveikju- og sjúkdómauppsprettur.
Hlutverk lifrarinnar. Þegar meltingin i þörmunum er
um garð gengin, síast þau efni, sem ætluð eru til að næra
frumurnar, inn í hinar örsmáu blóð- og sogæðar, er
liggja sem þéttriðið uet í þarmaveggjunum. Þessar smá-
gerðu æðar sameinast í aðrar stærri, er renna síðan sam-
an í stóran.æðastofn, sem nefnist portæðin (vena portae).
Ilún flytur blóðið til lifrarinnar, sem hreinsar það, til
þess að skaðleg efni, sem i því kunna að vera, berist ekki
út um líkamann. Jafnframt breytist nokkuð af þeim
þrúgusykri (glucosum), sem blóðið flytur með sér frá
þörmunum, í einskonar sterkju, sem nefnd er glykogen
og safnast fyrir í lifrinni sem forðanæring, er líkaminn
getur gripið til, ef þörf krefur. Breytist þetta glykogen
aftur i þrúgusykur fyrir tilverknað vissra efnakljúfa í
lifrinni og' flyzt með blóðinu til líkamsvefjanna.
Lokastig meltingarinnar. Frá lifrinni fer blóðið eftir
öðrum æðastofni til neðri greinar holæðarinnar (vena
cava), sem flytur það inn í hægra forhólf hjartans. Það-
an fer það inn í hægra afturliólf og úr þvi út í lungna-
slagæðina, sem flytur það til lungnanna, þar sem það telc-
ur í sig súrefni. Að því loknn berst það eftir lungnablá-
æðnnum inn í vinstra forhólf hjartans, og þaðan er því