Heilsuvernd - 01.05.1947, Page 31

Heilsuvernd - 01.05.1947, Page 31
Hálfáttræð kona læknast af eksemi og gigt Frásögn Solveigar Jóns- dóttur, skráð af Vilhjálmi Þ. Bjarnar. Mataræðið á uppvaxtar- og fullorðinsárimum. Eg er fædd í Garðahverfi á Álftanesi árið 1870. Ég ólst upp við algengan sveitamat. Aðalneyzluvörumar voru: fiskur með bræðingi eða lýsi, kartöflur og gulrófur, rúgbrauð (annað brauð var ekki notað), bankabygg, ýmist malað eða heilt, í grauta og kjötsúpur, mjólk og skyr og aðrar mjólkurafurðir, en kjöt var sjaldan, helzt í sláturtíðinni. Mikils var neytt af rófnakáli. Það var geymt til vetrar- ins þannig, að fyrst var það soðið, síðan látið i tunnur og fergt eins og kjöt. Kálið var matreitt á þann hátt, að það var skorið í smátt og gerður af því grautur ásamt kartöflum og gulrófum (en mikið var borðað af hvoru- tveggja). í þá daga var ekki til smjörlíki, svo að fólk borðaði srnjör með brauði. Sykur var ekki mikið notaður þá, aðallega kandís og púðursykur. Fullorðna fólkið drakk kaffi, en börnin fengu lítið af því. Ekki varð mikil breyting á mataræði mínu, þegar ég fór sjálf að búa hér i Reykjavík. Kál liætti ég þó að nota, nema í súpur á sumrin. Hvítt franskbrauð fór smátt og

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.