Heilsuvernd - 01.05.1947, Qupperneq 34

Heilsuvernd - 01.05.1947, Qupperneq 34
26 HEILSUVERND ég liafði legið í tvær vikur, var Jónas læknir Kristjáns- son sóttur til mín. Var þá þannig ástatt um mig, að ég var þakin bólgum, sárum og kaunum um allan líkamann niður að linjám. Vessaði úr þessu án afláts, svo að ég varð að skipta um umbúðir þrisvar á dag. Taugarnar voru í megnasta ólagi, og tvær síðustu næturnar, áður en Jón- as læknir kom til mín, hafði ég ekki sofnað dúr fyrir kvölum. Lækninum virtist útlitið harla óglæsilegt, en kvaðst álíta, að ég mundi geta öðlazt fullan og varanlegan bata, en ég yrði að vera þolinmóð, því að þolinmæðin væri nauðsynlegt skilyrði til bata. Ég var ekki mjög trúuð á, að mér gæti batnað til fulls, og' taldi það ganga kraftaverki næst, ef svo gæti orðið. Iívaðst ég mundu verða hæstánægð, ef liægt væri að bæta liðan mína eitthvað. Þetta var um liaustið 1942. Heit böð, föstur og jurtafæða. Næsta dag klæddist ég og fór til Jónasar læknis, sem þá var á Grettisgötu 81. Þar var ég drifin í heitt bað og vafin í teppi á eftir. Leið mér betur þegar eftir fyrsta baðið, og kom yfir mig meiri værð en ég hafði átt að venjast að undanförnu. Auk þess lagði læknirinn mér lifsreglurnar. Ég átti að fasta einn dag' í viku hverri og nærast þess á milli á ósoð- inni jurtafæðu (káli, gulrótum, lauk og öðru grænmeti), kartöflum með liýði, krúska og mjólk. Fyrsta kastið fór ég í bað til Jónasar á hverjum degi, síðan annan livern dag og þá þriðja livern dag. Um hríð bólaði ekki á neinum bata á ekseminu, þótt líðanin yrði skárri, eins og áður er að vikið. En svo fór bólgan að lijaðna og sárin að þorrna upp og gróa, þótt enn þá væru upphlaup og bólgur hingað og þangað um líkamann annað kastið. Lokasennan við sjúkdóminn. Svo var það eitt kvöld í febrúarmánuði 1943, að ég' fann til óþægilegs kláða á baki og brjósti. Er ég aðgætti, hverju þetta sætti, kom í ljós, að ég var öll þakin útbrotum á nýjan leik á baki og

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.