Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 22

Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 22
Viðtal við Sigurjón r á Alafossi Viðtalið við Sigurjón Pétursson á Álafossi, það er hér fer á eftir, tel eg tvímælalaust eitt af hinum merkilegustu, er fram hafa komið i útvarpinu. I því bendir Sigurjón ekki aðeins á orsakir þess, að ólympíufarar vorir stóðu sig lakar en vonir stóðu til, heldur er þarna að finna orsök þess, að kvillasemi og hrörnunarsjúkdómar vaxa stöðugt með þjóð vorri, rétt eins og þeir væru ræktaðir — og það eru þeir í raun og veru. Þetta stafar af því, að vér lifum að miklu leyti á dauðri og sýru- gæfri fæðu, sem skortir nauðsynleg lífefni og eyðir lútargæfni blóðs. ins og veldur þannig þreytusækni, þolleysi og kvillum. Eg er sannfærður um, að Ari Guðmundsson hefði orðið einn meðal fremstu keppenda I sundrauninni, ef hann hefði kunnað að velja sér rétta fæðu. Sigurjón Pétursson er greindur og glöggur maður. Reynslan hefir kennt honum það, sem jafnvel lærðustu menn hafa ekki veitt eftir- tekt, hver eru veigamestu skilyrðin fyrir þoli í þrekraunum og hvað það er, sem mestu ræður um heilsu og afrek. Það er fyrir löngu kunnugt, að Sigurjón Pétursson er vor elsti og fræknasti íþróttamaður. Hann er íþróttamaður af lífi og sál, karlmenni i sjón og reynd og enginn veifiskati. Og hann hefir verið óþreytandi í því að glæða áhuga og skilning ungra manna á örugg- ustu leiðunum til að öðlast þrek og þol. Það sem mér þykir þó mest einkenna Sigurjón, er góðvilji hans

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.