Heilsuvernd - 01.08.1948, Page 34
26
HEILSUVERND
Þá er það óheppilegt fyrir heilsuna og fyrir tennurnar,
að máltíðir séu mjög óreglulegar og mikil tilbreyting í þeim.
Maðurinn er vani, og það á ekki sízt við um meltingarfær-
in, sem vinna bezt starf sitt, ef þau fá svipaðan mat dag
eftir dag. Mikil tilbreyting veldur hæglega truflunum á
taugakerfi og efnaskiptum.
1 stuttu máli: Borðið gróft brauð úr hýðismjöli, mjólk,
smjör og osta, rótarávexti og grænmeti, fyrst og fremst
kál, lauk og kartöflur með hýði. Borðið sem minnst og
helzt ekki neitt af hvítum sykri og hvítu hveiti. Borðið
á reglulegum tímum. Mæður, hugsið umfram allt um börn-
in, fædd og ófædd. Hugsið um komandi kynslóðir.
(Lausl. þýtt úr „Waerlands Mánads-Magasin“, júní 191/8).
HAPPDRÆTTI NLFf.
Uppgjöri fyrir happdrætti Heilsuhælissjóðs er enn eigi að fullu
lokið, en samkvæmt upplýsingum frá formanni happdrættisnefndar,
Birni L. Jónssyni, hafa selzt um 45 þúsund miðar af þeim 50 þúsund-
um, sem prentaðir voru. Hafa því komið inn um 225 þúsund krónur.
Kostnaður allur mun nema um 55 þúsund krónum. Verður því hagnað-
ur af happdrættinu um 170 þúsund krónur.
Af vinningum hafa 7 verið sóttir. Skódabílinn hlaut frú Kristín
Laxdal, Njálsgötu 49, Reykjavík. Málverkið eftir Kjarval kom í
hlut frú Helgu Jónsson, Drápuhlíð 1, Reykjavík. Isskápana fengu
Sigríður Sigmundsdóttir, Þvervegi 40, Revkjavík, og Guðrún Einars-
dóttir, Baldursgötu 10, Reykjavík. Jón Guðmundsson Hlíðar, sjó-
maður, Keflavík, hlaut hrærivélina, en Ágúst Böðvarsson, Holtsgötu
10, Rvík, strauvélina. Loks kom stáleldhúsborðið í hlut Einars Guð-
mundssonar, Templarasundi 5, Reykjavík. Þrír vinningar hafa enn
ekki gengið út: Þvottavélin (nr. 37389), RAFHA-eldavélin (nr. 40108)
og flugfarið til Akureyrar (nr. 37995).
Happdrættisnefndin biður HEILSUVERND að flytja félagsmönnum
og öllum þeim, er veittu henni aðstoð við happdrættið og sölu mið-
anna, beztu þakkir, og óskar þess, að fé það, sem safnazt hefir, megi
bera heillaríkan ávöxt i náinni framtið.