Heilsuvernd - 01.12.1955, Síða 20

Heilsuvernd - 01.12.1955, Síða 20
HEILSUVERND Jónas Kristjánsson: MATARSAIT Efni það, sem nefnt er matarsalt í daglegu tali (klór- natríum) er myndað við samruna tveggja frumefna, sem heita natríum og klór. Þetta efni er hvítleitt, hálfglært og kristallað — létt uppleysanlegt í vatni, beiskt á bragðið og talsvert sterkt eitur, sem verkar deyðanda á allt líf; þann- ig nota menn það stundum til þess að eyða grasvexti, þar sem menn kæra sig ekki um að gras vaxi. Saltið er víða að finna, fyrst og fremst í öllum sjó, og þá blandað alls kyns öðrum efnum; enn fremur í stærri og smærri stöðuvötnum, og er frægast þeirra Dauðahafið í Palestínu, og enn fremur Saltvatnið mikla í Ameríku. Ég hygg, að vestrænar þjóðir séu eini mannflokkurinn, sem notar salt í flestan mat, til þess að forðast, að matur- inn verði bragðdaufur, sem svo er kallað. Það má heita, að þær salti nær allan mat, a. m. k. þann sem soðinn er, og þannig eru flestar fæðutegundir þeirra matreiddar. Þær hafa gleymt því, að öllu lífi er eðlilegast að neyta fæðu sinnar ósoðinnar og að eldhitun á sök á því, að fæðan deyr og getur þar af leiðandi ekki gegnt sínu hlutverki á sama hátt og áður, á meðan menn borðuðu mat sinn lifandi. Allt sem lifandi er, gerir kröfu til lifandi fæðu. Og soðin fæða er svipt einum dýrmætasta kosti sínum, þeim að vera lifandi. Sama á við um saltaða fæðu. Saltið er deyðandi efni, og með því að salta matinn er verið að lífeyða hann, deyða hann. Með þessu er unnið hið mesta óhappaverk. Líf verður að nærast á lífi, eða lifandi fæðu. En gegn þessu lögmáli brjóta engir freklegar en Vesturlandabúar. Vilhjálmur Stefánsson mannfræðingur, sem manna bezt

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.