Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 21

Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 21
HEILSUVERND 105 hefur kynnt sér lifnaðarhætti Eskimóa, segir frá því, að þeir noti ekki salt í neinni mynd til matar og telji það eitur. Vilhjálmur og hans menn voru því öruggir um kjötbirgðir sínar fyrir þeim, hvar sem þær voru eftir skildar, ef þeir höfðu stráð örlitlu salti í þær; en Eski- móar eru sósíalistar og það eru óskráð lög meðal þeirra, að þeir mega neyta fæðu, hvar sem hún er geymd, en ekki bera neitt burt, og halda þeir þessi lög gaumgæfilega í heiðri. Saltið er notað til lækninga, en aðallega til þess að dæla upplausn af því inn í blóðið, sem inniheldur jafnmikið saltmagn og blóðið sjálft. Það er náttúrleg, lífeðlisleg upplausn og ósaknæm. Hins vegar getur líkaminn ekki notað sterkari saltupplausn en hina lífeðlislegu upplausn. Líkaminn er þannig gerður, að blóðið sjálft berst ekki inn í frumuna, heldur eru milli blóðs og frumu tvær ör- þunnar himnur, sem ógjarna sleppa matarsalti í gegn um sig. I gegn um þessar himnur síast næring og ildi úr blóðinu til frumunnar, en ekki blóðið sjálft hindrunar- laust. Og úrgangsefni, sem myndast í frumunni við starf hennar, síast sömu leið til baka út í blóðið. Sé nú mjög mikið af salti í blóðinu er hætt við, að eitthvað af því berist inn í frumuna. En ef svo fer, verður fruman sjúk og óstarfhæf. I frumunni eru hin eðlilegu starfsefni kali- um og fosfór eins og natríum og klór tilheyrir eðlilegri samsetningu blóðsins. Fruman þolir hins vegar ekki natríum, það er skaðlegt eitur fyrir hana og hún verst því efni eftir föngum, en varnir hennar geta brostið, ef of mikið af matarsalti safnast fyrir í blóðinu. Svitamyndun getur þá stöðvazt og blóðrásin orðið svo kyrrstæð í hár- æðunum að frumurnar verði sjúkar og lífsorka mannsins taki að þverra. Ég drap á, að vesturlandaþjóðir notuðu einkum mikið af salti í daglegu fæði sínu. Þetta getur gengið að vissu marki, en lengra ekki. Nefna má sem dæmi, að á þeim árum, þegar Englendingar tóku að nytja Nýfundnaland

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.