Heilsuvernd - 01.12.1955, Page 22

Heilsuvernd - 01.12.1955, Page 22
HEILSÚVERND ÍÖ6 og hin auðugu fiskimið þess sér til hagsbóta, leið ekki á löngu unz saltaður fiskur varð aðalfæða frumbyggjanna. Afleiðing þessa varð geysileg ásókn berklaveikinnar, svo að horfði til landauðnar um skeið. Svipað hefur átt sér stað á Grænlandi, að berklar hafa ætlað að drepa þjóð- ina eftir að neyzla á salti, tóbaki og allskonar dauðum fæðutegundum kom til sögunnar. Og hvað hefur gerzt og hvað er að gerast hér á íslandi, eftir að vér hófum neyzlu á saltfiski ásamt alls kyns inn- fluttri gervifæðu í stað hins forna íslenzka matar? Ekki annað en það, að þjóð vor hefur verið hrjáð af allskonar hrörnunarkvillum, sem rekja má til neyzlu þessarar dauðu fæðu. Ljósasta dæmið um þetta er hinn ægilega hraði vöxtur krabbameins, en dánartalan af völdum þess hækk- aði á árunum 1935—1950, eða á einum 15 árum, úr 152 upp í 204. Hve lengi má 'halda áfram á þessari braut? Ég veit vel, hvað þessu veldur og hef oft bent á það. Það eru eiturnautnir og ónáttúrleg og dauð fæða. Til dæmis hvítt hveiti, hvítur sykur, hvít og hýðislaus rísgrjón, og hafragrjón, sem kímið er drepið í með eldhitun áður en þau eru völsuð. Þar við bætist svo allt sælgætið og óhóf- leg saltnotkun í allan mat, jafnvel vatnið sem kartöflurnar eru soðnar í. Með þessu háttalagi eru flestar þær fæðu- tegundir, sem vér leggjum oss til munns, steindrepnar og sviptar öllum lífefnum, áður en vér neytum þeirra. Og þar með er lagður grundvöllurinn að öllum þeim sjúkdóm- um, sem á oss herja. Þar á matarsaltið sinn þátt, og ekki hvað minnstan. Til þess að rekja þann feril, get ég bent á atburð, sem átti sér stað, er ég var 11 ára. Ég vissi þá að vísu ekki orsakasamhengið, en það átti eftir að liggja Ijóst fyrir mér síðar. — Það var verið að hirða síðasta flekkinn af túninu heima; vinnumaður, sem hjá okkur var, kastaði heyinu, og tók ég eftir því að hann stakk við, er hann gekk. Eins og forvitinn unglingur spurði ég hann, hvort honum væri illt í fæti. Já, honum var illt í hné — og hann

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.