Heilsuvernd - 01.12.1955, Blaðsíða 23

Heilsuvernd - 01.12.1955, Blaðsíða 23
HEILSUVERND 107 fletti upp annarri buxnaskálminni og leit á hnéð. Ég sá að mikill roði var yfir allri hnéskelinni og í miðju hennar var svartur púnktur eins og strá hefði stungizt inn í hnéð. Það skipti svo engum togum að hann varð að leggjast í rúmið og var þá með stunum og jafnvel hljóðum. Lækn- ir var þegar sóttur. Það var hómópati og gaf lyf sem merkt voru A, B, C, o. s. frv. Sjúklingurinn átti að taka viss númer og hafa heita vatnsbakstra við hnéð. En þetta varð ógurleg ígerð. Leit svo út sem drep hefði hlaupið í allt lærið, svo að það grotnaði í sundur með illri lykt, sem bar um allan bæinn, og var þó sjúklingurinn einangr- aður. Var átt viðtal við lærðan lækni um þetta og gaf hann ekki önnur ráð en þessi, að hafa heita bakstra við hnéð og einhver sótthreinsandi lyf. Sjúklingurinn lifði um tveggja mánaða tíma og dó þá úr þessu. Samtímis komu fram lík sjúkdómstilfelli um alla mið- Húnavatnssýslu og dóu allmargir menn úr þessum sjúk- dómi, þar á meðal merkismaðurinn Þorsteinn á Hauka- gili. Þannig var um marga menn, sem fengið höfðu ein- hverja ákomu á hendur eða fætur, að það gróf í þessu, og margir báru þau örkuml ævilangt. Konur, sern börn ólu á þessu tímabili, fengu barnsfararsótt og dóu úr henni. Mér er þessi tími sérstaklega minnistæður vegna þess, að móðir min fæddi bam þetta haust; fæðingin gekk vel, en hún fékk barnsfararsótt og dó úr henni. Læknir var sóttur og sagði hann, að við þessu væri ekkert hægt að gera úr því sem komið væri. Heimilið væri gegnsýrt af rotnunareitri og það væri orsökin. Það eitt hefði getað bjargað konunni, að hún hefði verið flutt á bæ, þar sem veikinnar hefði ekki orðið vart. Ég verð ekki svo gamall að ég gleymi þessu. Við vorum níu systkinin, það elzta á þrettánda ári og það yngsta nýfætt. Móðir okkar neytti síðustu krafta sinna til að kveðja okkur og biðja guð að blessa okkur og föður okkar. Mörgum getum var leitt að orsök þessarar bólguveiki, sem á læknamáli kallast „phlegmona diffusum“. Og það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.