Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 31

Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 31
HEILSUVERND 115 mest fæði Englendinga og annara vestrænna þjóða eins og það gerist í stórborgunum á meginlandinu. Reynslan af því varð sú, að öll dýrin urðu sjúk og voru með sjúklegar breytingar í líffærunum við krufningu — eins og raunin varð einnig á við Parckham-rannsóknirnar, sem áður hefur verið getið hér í ritinu, en í þessu Lundúnahverfi reyndist, enginn maður heill heilsu svo öruggt mætti telja. Með þessu var sýnt fram á, að neyzla náttúrlegrar og lifandi fæðu er sæmilega öruggt ráð til að varðveita full- komna heilbrigði eins og hún getur bezt orðið. Þessir tveir látlausu og þó vel lærðu menn komust báðir að hinni sömu niðurstöðu um ráðið til að fyrirbyggja sjúkdóma og njóta fullkominnar heilbrigði, sem sagt það, að neyta náttúrlegrar og lifandi jurtafæðu. Aldrei hefur heilsufar Islendinga staðið valtari fótum en einmitt nú, og fer mjög hrakandi eins og bezt sést af dánartöium af völdum krabbameins. Á undanförnum ár- um hefur þjóðin þó lifað við allsnægtir og nútíma menn- ingarfæði, þar sem ekkert 'hefur verið til sparað af hinu tíðkanlega sælgæti; af því hefur þjóðin etið um 400 tonn á ári, og eftir því kjöt og brauð úr hvítu hveiti, og annan dauðan mjölmat — sem sagt fæðu, sem að dómi viturra og vel menntaðra manna hefur reynzt skaðvæn fyrir heil- brigði og hreysti. Afleiðingin sést bezt á hinum hraðfara krabbameins- vexti sem er að heltaka þjóðina. Sú óheillaþróun verður ekki stöðvuð nema upp verði teknir aðrir hættir í mann- eldismálum. Ég get tilfært hér dæmi, sem í þessu sambandi er lær- dómsríkt, Fyrir nokkrum árum kom til mín kona, blóð- lítil (62—65%), föl og sorgbitin. Hún hafði æxli í báðum brjóstum. Hún hafði sýnt læknum þessi æxli og réðu þeir eindregið til að framkvæmd yrði skurðaðgerð sem fyrst. Konu þessari, sem var um 50 ára að aldri, varð svo mikið um þetta, að hún réð af að láta skeika að sköpuðu, og til- kynnti mér, að hún léti ekki skera sig, og vildi aðeins vita,

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.