Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 39

Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 39
HEILSUVERND 123 Henrik Seyffarth: Hálfháir hælar o" konur með beint bak. Ég hef léngi haldið, að allt annað en lágir haelar væri af hinu vonda. Eftir að ég eignaðist sjálfur ágæta tréskó með nokkuð háum hælum, hef ég að nokkru leyti skipt um skoðun. Ég mun halda fram lágum hælum eftir sem áður, því að þannig leggst þunginn jafnar á fótinn og hann verður frjálsari; en örlítið hærri hælar hafa þó sinn kost, sem sé þann, að mjaðmarhreyfingar verða auðveldari, og maður neyðist til að sveigja örlítið mjóhrygginn til að halda jafn- vægi, og við það ber bolurinn sig betur. Ég er orðinn leiður á að sjá kvenfólk með beinan mjó- hrygg, og álkuna teygða fram í boga. 1 dag skipaði ég skóla- stúlku að ganga á hálfháum hælum, ef hún kynni að geta borið sig dálítið skár. Umhyggjusamir foreldrar hennar höfðu látið gera henni sérstaka skó með afarlágum hælum, en líkamsburður hennar var hörmulegur. Röng seta barna á skólabekk er aðalorsök þess, að mjó- hryggurinn gengur út. Og ekki batnar við það, að tízkan krefst þess, að þau gangi með inndreginn maga; það verður börnunum eðlilega hvöt til að skjóta út mjóhryggnum. Og algengt er, að þeim sé líka skipað það í leikfimitímunum. En, munu margir spyrja: hvers vegna eiga konur að ganga á hærri hælum en karlar? Það á sína skýringu í því, að mjaðmagrind konunnar hallar meira fram en mjaðmagrind karlmannsins. Henni er því eðlilegt að hafa meiri bugðu í mjóhryggnum. En nútíma líkamsuppeidi, m. a. á skólabekk, gerir það að verkum, að það er mjög erfitt fyrir hana að halda þessari sveigju. Þess vegna verð ég að ráða mörgum sjúklingum mínum, sem hafa of beint bak og samanfallinn líkamsburð, til að ganga á hálfháum

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.