Heilsuvernd - 01.12.1955, Síða 40

Heilsuvernd - 01.12.1955, Síða 40
124 HEILSUVERND hælum, a. m. k. part úr deginum, en hælarnir eiga að vera breiðir og sterkir. Þeim sem ekki eru mér sammála vil ég segja þetta: Reynið sjálf, hve miklu auðveldara það er að sveifla fót- unum lausum fram í mjaðmarliðunum, þegar þér gangið dálítið fött. Sömu tilfinningu fær maður við að ganga veg, sem hallar lítið eitt niður í móti. Ég skil því vel þær konur, sem segjast vera betri til gangs á hálfháum hælum. En notið ekki ofháa hæla, það kemur niður á fótunum. Þýtt úr bókinni Slapp av og bli frisk. Súrkálsgerð. Hvítkálshöfuð eru þvegin vandlega, og útblöð, sem óhrein- indi sitja í, eru tekin burt. Stöngulsætið er skorið með hníf neðan úr hverju kálhöfði, og síðan eru höfuðin söxuð mjög smátt. 1 hreint og vatnsþétt tréílát, ker eða tunnu, sem tekur 25—50 lítra má leggja 50—100 kíló af fersku hvítkáli. Fyrst er tunnubotninn þakinn kálblöðum í heilu lagi. Þá kemur lag af söxuðu káli, sem dálitlu af salti og kúmeni er blandað saman við; þessu lagi, sem á að vera 10 cm. á þykkt, er svo þjappað vel saman með tréhnalli eða berum höndunum, þar til vatnið pressast úr því og yfirborð þess er jafnað. Þar á ofan kemur annað lag, sem eins er farið með að öllu leyti, og þessu er haldið áfram, unz kerið er fullt; þó á að skilja eftir 10 cm. bil upp að börmunum, til þess að geta ausið vatni af kerinu, en það er annars gert jafnótt og hvert einstakt lag hefur verið pressað. Síðasta lagið er svo þakið heilum kálblöðum. Ilátið er síðan látið standa í fyrstu í um það bil 20 stiga heitri geymslu og smám saman ausið af því vatni, sem sezt á yfirborðið. 1 kálinu myndast hæg gerjun; sykurinn í því breytist í mjólkursýru, svo að þægilegt vínbragð kemur af kálinu, sem ekki á að deyfa með þvotti fyrir neyzlu. Gerjunin tekur venjulega fjórar vikur.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.