Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 7

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 7
HEILSUVERND Jónas Kristjánsson: A k rossgötum. Hinn hvíti mannflokkur er vissulega á krossgötum stadd- ur, þar sem annars vegar er um að ræða fullkomna heil- brigði og framþróun, en hins vegar um vaxandi krankleika, svo að ekki getur endað nema á einn veg, sem sé með úr- kynjun, sem hlýtur að leiða til aldauða mannkynsins, ef svo fer lengi fram. Þessi staðhæfing er ekki annað en stað- reynd sem við öllum blasir, ef dæma má eftir vexti sjúk- dóma og hrörnunar sem átt hefur sér stað nú um fullan mannsaldur. Að vísu hafa næmir sjúkdómar rénað, en hrörnunarkvillar hafa hinsvegar vaxið meira en nemur rénun hinna næmu sjúkdóma. Vér horfum á það, að þrátt fyrir vaxandi fjölda lækna, þá fjölgar þeim sem sjúkir eru, og sífellt bætast fleiri áður óþekktir sjúkdómar í hóp þeirra sem fyrir eru. Á þeim tíma sem ég var að komast í kynni við læknisfræðina, eða fyrir sextán árum, var sykursýki þannig ekki til hér á Is- landi, að því er okkar ágæti kennari, próf. Guðm. Magnús- son, staðhæfði; og þannig er því raunar farið um obbann af þeim hrörnunarsjúkdómum sem á oss herja. Ei að síður er því líkast sem menn séu sljóir fyrir þessu. Menn eru sefjaðir með þeirri hugsun, að verið sé að leita eftir orsökum sjúk- dóma eins og krabbameins, hjartasjúkdóma, gigtarsjúk- dóma, tannveiki o. s. frv. — allra þessara kvilla, sem nú vaxa svo hratt, að þjóðfélögin hafa ekki undan að reisa ný spítalabákn. En orsakirnar eru rangsnúnir lifn- aðarhættir, og þeim er ekki hirt um að breyta. Það minnir helzt á Hrafnaflóka, er hann nam hér land. Hann og menn hans dunduðu sér við það yfir sumarið að veiða lax og silung, en gættu þess ekki að afla heyja handa bú- peningi, sem síðan féll um veturinn, en Flóki hrökklaðist

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.