Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 15

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 15
HEILSUVERND 43 anlega lögbundið. Það bendir til þess að eitthvað annað sé að verki í alheiminum, eitthvað sem fremur ber vott um vitsmuni og ábyrgð heldur en lögleysi og gerræðislega tii- viljun. Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir yður, sem hafið það að starfi að lækna fóik. Það rennir vísindalegri stoð undir skilning yðar á frelsi mannsins. Því ef efnið er frjálst innst inni, hve miklu frjálsari hlýtur þá ekki maðurinn að vera innan sinna takmarka. Og hvað felur frelsið í sér? Það felur í sér val, og í valinu er fólgið viljastarf og með- vitund um ábyrgð. Það er forsenda andlegs vaxtar, og af því er ijóst, hversvegna trúarbrögðin hafa ávallt gert ráð fyrir, að maðurinn bæri meiri ábyrgð á því, hvernig hon- um vsgnaði í lífinu, en hann hefur kært sig um að viður- kenna. Að hve miklu leyti eru sjúkdómar flótti frá freis- inu og ábyrgðinni sem því fylgir? Og enn þýðingarmeiri spurning — sjáið þér ekki þann volduga lækningamátt, sem fólginn er í brýningu viljans? I því að hjálpa mönnum til að skilja, í hverju frelsið er fólgið og hvílíka feikna möguleika það gefur til að ryðja úr vegi öllum hindrunum, sem sjúkur vilji hefur lagt í veg fyrir einstaklinginn? Vér læknar hljótum að bera djúpa virðingu fyrir mann- legu frelsi, og draga engan veginn úr því, að því er til okkar kemur, heldur víkka áhrifasvið þess. Það var skýr- skotun til viljans, sem kom dr. Dequer til að segja: „Ég neita að deyja!“ Og hann lærði þann leyndardóm, hvernig á að vilja það að vilja og lifa, þrátt fyrir ævilanga van- heilsu. Vér erum frjáls að því að velja á milli lífs og dauða, innan eðlilegra takmarka þessarar tilveru, í ríkara mæli en oss er Ijóst. Og þar á ég við meira en líkamlegan dauða — því að sjálf persónan í líkamanum getur dáið ýmsum dauða þúsund sinnum og þó haldið áfram að vera til. Þá er loks hið þriðja, sem lækni er hvað nauðsynlegast, og er fremur fólgið í því, hvað hann er, heldur en hvað hann veit. Það er skynjun hans á helgi alls lífs er hann snertir. Líf vort er ekki einkaeign vor, sem vér megum fara með

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.