Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 16
44 HÉILSUVERND eins og okkur sýnist, né heldur líkami vor. Þetta eru gjafir hins eilífa föður, sem hann á hlut í með oss, svo að vér megum eiga hlut í veru hans. Það er hér, sem vísindi, heimspeki og trúarbrögð mætast, og útyfir þetta svið nær hugsun vor ekki. Vér stöndum hér öll andspænis þeim volduga og ævarandi veruleika, sem vér köllum Guð, í þögn og tilbeiðslu. Þessi snerting heilagleikans — þessi tilfinning fyrir helgi lífsins — breytir hverjum, sem 'hana skynjar, með skjótari og undursamlegri hætti en nokkurt annað læknandi afl. Hún hreinsar til í undirmeðvitund manns, greiðir úr flækjum hugans, mildar skapið, breytir efnaskiptum líkamans og ljær æskulegt yfirbragð. Og hin dularfulla umbreyting gerist í vilja manns, í frelsi. Það er því rík ástæða til þess fyrir oss, að kenna það öllum sem vér komumst í snertingu við í starfi voru eða af tilviljun, að tilveran öll er ein lífsheild. Vísindin segja oss frá sambandi atómanna; öll höfum vér reynslu af hugar- sambandi við þá sem vér elskum; eitt skref trúarinnar — og vér sjáum möguleika á beinu og orðlausu sambandi hvers einstaklings við Guð, svo að þannig getum vér í sannleika notið upplýsingar og leiðsagnar. Innsæið er augu og eyru anda vors, hendur og fætur vilja vors. Enginn maður stendur einn, hversu einmana og ótta- sleginn, sem hann kann að vera. Hann er umluktur neti trúar og vináttu, vonar og kærleika, og þarf ekki að hræð- ast eða finnast sem honum sé útskúfað. Hann þarf aðeins að hlusta á röddina í hjarta sér, þótt lágvær sé í fyrstu, og fylgja hinum sérstaka ratsjárgeisla sinnar innri leiðsagnar, og hann mun ekki skorta þá hreysti, hugrekki og hæfni sem hann þarf til að gegna hlutverki sínu. Yður, sem útskrifizt héðan í dag, óska ég þess, að þið finnið hina ríkulegustu fullnægingu í því starfi, sem þér hafið valið yður.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.