Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 21
HEILSUVERND 49 fyrir nýrri birtu, eftir því sem hann gaf sig meira á vald hugsuninni um mátt sinn. „Ég get,“ sagði hann loks í ákveðnum rómi og lyfti handleggnum í fulla hæð yfir höf- uð sér. Hann hélt honum þar sigri hrósandi andartak, en allir eggjuðu hann og samfögnuðu honum. Coué tók hönd hans og þrýsti hana. „Þú ert læknaður, vinur minn,“ sagði hann. „Það er furðulegt," svaraði maðurinn, „en ég held ég sé það.“ „Sannaðu það,“ sagði Coué. „Lemdu á öxlina á mér.“ Sjúklingurinn hló og sló hann létt högg. „Fastar,“ sagði Coué, „eins fast og þú getur.“ — Armur hans hófst og féll í háttbundnum höggum, þyngri og þyngri, unz Coué var neyddur til að biðja hann að hætta. — „Jæja, vinur minn, þú getur farið aftur að steðjanum þínum.“ — Mað- urinn fór aftur til sætis síns; hann var naumast búinn að átta sig á því, sem gerzt hafði. Hann lyfti handleggnum hvað eftir annað eins og til að fullvissa sjálfan sig og taut- aði fyrir munni sér furðu lostinn, „ég get, ég get.“ Litlu fjær sat kona, sem kvartað hafði um ákafar tauga- þrautir. Fyrir áhrif hinna endurteknu orða „ca passe“ (það fer) hurfu kvalirnar á tæpum þrjátíu sekúndum. Þannig hélt Coué áfram göngu sinni á meðal sjúkling- anna. Ýmist sefaði hann eða stillti algjörlega kvalir þeirra, sem sársauka voru haldnir; og þeir sem höfðu ónýta limi, fengu meiri eða minni lækningu á þeim. Að svo búnu tók Coué til að setja sjúklingunum fyrir hugarsjónir, öllum í senn, það heilbrigðisástand, andlegt og líkamlegt, sem þeir vildu öðlast. Þeir sátu með lokuð augu og rödd hans barst þeim í gegn um ljúfan dvala, í gegn um goluþytinn í trjánum og söng fuglanna í garð- inum. Hann sagði þeim meðal annars, að hugur þeirra og líkami myndi fara eftir því sem hann segði, án þess þeir gerðu sér grein fyrir, hvernig það yrði. Og því næst lýsti hann því, hvernig matarlyst þeirra og melting, svefn og hvíld myndi verða, hvernig dapurlegt skap og skelfileg hugboð myndu víkja fyrir kæti, ánægju og öryggi. — „Ef

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.