Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 12

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 12
40 HEILSUVERND særðar, kveinkar maginn sér; ef vonir manns bresta, verkj- ar höfuðið. En ef brýndur er lífsvilji hans, þá mun hann lifa lengi þó sjúkur sé og hvað sem læknisfræðinni líður. Það er ætlazt til þess af yður, iæknum vorra tíma, að þér fjallið um öll svið lífsins, jafnvel þau huldu svið, sem ekk- er nær til nema orð, hugsun, eða ef til vill bæn. I dag eru hin nýju rannsóknarlandamæri á sviðum hug- ans og andans. Það er maðurinn allur, sem um er fjallað, hvernig sem á stendur, og í sjúkleika eins og í heilbrigði gegnir viljinn úrslitahlutverki. Á einhvern þann hátt, sem oss er ekki enn að fullu ljós, þá virðist óafvitandi samþykki anda manns vera þáttur í sérhverjum sjúkdómi. Frumor- sakir geta verið líkamlegar eingöngu, en úrslitaorsaka er oftar að leita í tilfinningalífinu eða í slævingu lífsviljans. Það er nú eðlilegt að tala um viljalækningar og bænar- lækningar ekki síður en meðalalækningar. Og fremur en nokkru sinni áður er nauðsyn að læknirinn skoði mann- inn sem viðfangsefni sitt fremur en sársaukann. Vissulega er nóg af hlutum í hinu hraðgenga gervilífi nútíma siðmenningar, sem ergja og áreita og brjóta niður iíkamlegt þrek. Geld gróðurmold, úðun með eiturefnum, ónáttúrleg fæða, reykmettað loft, óhreint vatn, gervi- matvæli, tóbak og áfengi — allt veikir þetta eðlilegar varnir líkamans. Það dregur einnig úr hæfni og krafti hugans og andans. Og segja má að það lendi á þeim að bera meginþunga refsingarinnar og þeir þarfnist hjálpar þess heldur. Hvers vegna fylla geðsjúkdómar fleiri sjúkrarúm og spítala en allir aðrir sjúkdómar að samantöldu? Vér get- um líkt persónuleikanum í likama manns við formann í verksmiðju. Á meðan hann er árvakur, áhugasamur, ánægður, þá heldur hann vélkerfi líkamans gangandi og framkvæmir allar smáviðgerðir umsvifalaust. Hann vill framleiða og má ekki við stöðvun. En verði hann nú áhuga- laus, óánægður og skeyti ekki lengur um reksturinn? Ja, þá fer fyrirtækið í hundana, og jafnvel þó læknir fram-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.