Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 22

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 22
50 HEILSUVERND þið hafið verið uppstökk, þá munið þið hafa fulla stjórn á skapi ykkar framvegis, og ekki láta neitt raska ró ykkar, sem áður hefur komið ykkur úr jafnvægi. — Ef illar og óheilbrigðar hugsanir eða óttaefni hafa strítt á ykkur, munu þær smám saman hætta að láta á sér bæra. Þær munu 'hjaðna eins og ský fyrir sól — eins og hverfulir draumar, þegar maður vaknar.“ — „Enn fremur þetta — og það er afar mikilsvert — að ef ykkur hefur skort sjálfstraust hingað til, þá mun þetta vantraust smám saman hverfa. Þið munuð öðlast sjálfstraust; ég endurtek það, þið munuð öðlast sjálfstraust. Það mun verða reist á vitundinni um hinn mikla mátt, sem með ykkur býr, en með honum getið þið leyst af höndum hvert það verkefni, sem ekki er óskyn- samleg fjarstæða." — „Þegar þið eigið verk að vinna mun- uð þið jafnan telja það auðvelt. „Erfitt“, ,,ómögulegt“, „ég get það ekki“, munu hverfa úr orðaforða ykkar og „ég get það auðveldlega" koma í staðinn. Og með því að álíta þannig verk ykkar auðvelt, þá mun ykkur verða að því, enda þótt það kunni að vera erfitt öðrum. Þið munuð leysa það af höndum áreynslulaust og án þess að þreytast.“ Coué tálaði nú nokkur orð við hvern einstakan sjúkling, og lýsti þeirri bót sem þeir myndu fá hver á sínu meini. Þeir opnuðu loks augun og vörpuðu öndinni eins og þeir væru að vakna af ljúfum draumi. Coué skýrði nú fyrir þeim, að hann réði ekki yfir neinum lækningamætti, og hefði aldrei á ævi sinni læknað nokkurn sjúkling. Þeir bæru mátt heilbrigðinnar í sjálfum sér. Árangur sá, sem þeir hefðu séð, væri eigin hugsun hvers sjúklings að þakka. Hann hefði aðeins kallað ímynd heilbrigðinnar fram í hugs- un þeirra. Hér eftir gætu þeir og yrðu að taka sjálfir við stjórninni. — Hann kenndi þeim loks grundvallarsefjun þá, sem sagt verður frá hér á eftir og fylgdi þeim síðan út i garðinn, glöðum og þakklátum, með nýtt traust og bjart- sýni í svip og fasi — en lækningastofan fylltist á meðan af nýjum hópi sjúklinga.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.