Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 24

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 24
52 HEILSUVERND nær sérhver hugmynd því betur til undirmeðvitundarinnar sem svið starfandi vitundar er minna, t. d. rétt þegar mað- ur er að sofna eða vakna, eða í dagdraumaástandi; upp- hafleg hugmynd vekur þá aðra skylda og síðan koll af kolii, án þess að nokkur hindrun eða spurning um senni- leik verði í vegi; hugmyndir tengjast fremur samstæðum en gagnstæðum sínum á þessu stigi vitundarinnar, tilfinn- ingar eru tiltölulega sterkar, og viðtökuskilyrði þar af leiðandi mjög góð. Ef við leggjumst út af og látum fara vel um okkur, lokum augunum og slökum á vöðvunum, þá föllum við í svipað dvalaástand eins og dagdraumum fylgir, og hugmynd, sem við gerum okkur, verður þá ekki fyrir hindrunum dagvit- undarinnar, heldur leiðir til skyldra hugmynda (ekki gagnstæðra) og vekur tilfinningar af sama toga og henni fylgja. Undirvitundin hlýtur þannig að veita henni viðtöku, og kraftur hennar eykst, því oftar sem þetta er endurtekið. Þó hugur manns sé gagntekinn sjúkdómshugmyndum, er unnt að rótfesta þar smám saman hugmyndir heilbrigð- innar með því að fylla daglega undirvitundina af læknandi hugsunum. En frumskilyrði til þess að slíkt megi takast er að dagvitundin sé þögguð í værð. Það stoðar ekki að ætla sér að neyða undirvitundina með viljaátaki til að fállast á einhverja hugmynd; það verður þvert á móti til þess að bregða þeim dvala dagvitundarinnar, sem er skil- yrði til árangurs. Enn fremur er það verra en gagnslaust af þeirri ástæðu, að þt\ð veldur árekstri á milli vilja ocf imyndunar, en þar hefur imyndunin jafnan betur. Þar á við sú regla, að ekki skuli veita hinu illa mótspyrnu, heldur sigra illt með góðu — þ. e. a. s. með góðri hugmynd má sigrast á slæmri hugmynd, þótt viljinn sé máttvana gegn henni. Þegar dapurlegar hugsanir ásækja mann er ráðið að beina athyglinni að einhverju sem bjartara er. Sé mað- ur haldinn einhverjum sjúkdómi, ber að forðast að leiða hug sinn að honum eftir því sem unnt er, en beita læknandi

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.