Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 35

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 35
HEILSUVERND C-ljörvl þarí á samvirkum cfnum að halda ... það er skýringin á bví, að taflan úr lyfjabúðinni nægir ekki. C-fjörvi er ef til vill mikilsverðasta efnið í þeirri fæðu sem vér neytum. Upphaflega hefur verið gnægð af hví í fæðu manna árið um kring, þ. e. a. s. þær milljónir ára sem þróun mannsins í heitara loftslagi fór fram og hann neytti fæðu sinnar eins og hún kom fyrir úr skauti náttúrunnar. En síðar, þegar beint samband hans við náttúruna tók æ meir að rofna, — þegar hann fór að byggja nær heimskautum, safna næringarforða til vetrarins og neyta allavega geymsluskemmdrar, niðursoðinnar og loks verk- smiðjuunninnar fæðu, þá glataði hann úr henni æ meiru af þessu fjörefni, sem er eitt ihið mikiisverðasta, en á hinn bóginn við- kvæmt í meðförum. Likaminn hafði heldur engin tök á að safna sér forða af því. Á öllu þróunarskeiði mannsins hafði verið gnægð af því í daglegu fæði, og það hlaut að taka líkamann miklu lengri tima að laga sig eftir hinum nýju kröfum um forðageymstu og sparnað heldur en svo, að hann gæti fylgst með hinu hraða stökki siðmenningarinnar. 'Það er nú heldur ekki neitt, sem getur komið i stað c-fjörvis. Það er enn þá nákvæmlega jafnmikilvægt eins og það var fyrir milljónum ára — og kannski enn mikil- vægara. Þvi að vér eigum nú i höggi við grúa af eiturefnum, sem C-fjörvið hjálpar til að gera óvirk — og við það eyðist fjörvið. Þess vegna höfum vér i rauninni þörf fyrir miklu meira C-fjörvi en forfeður vorir, en fáum langt um minna. C-fjörvið var ekki auðfundið, segir Prevention, sem fjallar ef til vill meira um fjörefni en nokkurt annað tímarit. Það eru hundrað ár siðan læknar komust að raun um að í ferskum ávöxt- um og hráu grænmeti væri eitthvert það efni að finna, sem gæti læknað og komið í veg fyrir skyrbjúg. En þeir höfðu ekki mögu- leika til'að ná tökum á því. Og það er ekki fyrr en fyrir tuttugu árum að unnt var að einangra C-fjörvið. Það gerðist þvi nær samtímis i Ameríku, Noregi, Þýzkalandi og Ungverjalandi (Szent- Gyorgi) og þeir, sem að rannsóknunum stóðu, héldu hver fyrir sitt leyti, að það efni, sem þeim 'hefði tekizt að einangra, væri

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.