Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 32
60 HEILSUVERND Knébeygjur upp að brjósti til skiptis, öðrum fæti í einu; rétta vel úr ristinni. Endurtaka 10— 15 sinnum hvorum fæti. Síðar má bæta við knéb. báðum fót- um í einu. — Æfingin verkar líkt og æf. III. Bolvinda. Annar fótur teygður svo langt sem hægt er til hliðar yfir hinn fótinn, en öxlin um leið sem lengst aftur, með arm- teygju. Gerð til skiptis á báðar hliðar, en hvílt á milli. J Hliðar-æfing. Lagst á aðra hlið og efri fóturinn teygður upp svo sem hægt er; — rétta vel úr ristinni. Endurtaka nokkrum sinnum, en hvíla lítið eitt á milli. — Æfinguna skal gera jafnt á báðar hliðar. Fótteygja aftur yfir höfuðið; reyna að ná gólfinu með tán- um og helzt sem lengst frá höfðinu. Hvila skal á milli hreyfinganna. — Æfingin er ekki eins erfið og sýnast má. Hún örvar blóðrásina i baki, hálsi og fótum.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.