Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 23

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 23
HEILSUVERND 51 II. Coué er að nálgast sjötugasta árið, þegar bókarhöfundur kemur til hans, og hefur þá stundað lækningar þessar í þrjátíu ár. Hann starfar að jafnaði fimmtán til sextán stundir á sólarhring og sér þó aldrei þreytu á honum. Hann tekur ekki fé fyrir lækningar sínar; líf hans allt er þeim helgað, og hið sama frægasta hjálparmanns hans, ungfrú Kauffmant, sem stundar barnalækningar sérstak- lega með furðulegum árangri. Það sem að framan segir, gefur nokkra hugmynd, þótt ófuilkomin sé, um lækningar Coué. 1 bók Brooks er greint frá dæmum um fjölmargar slíkar lækningar, en því miður eru ekki tök á að tilfæra meira af þeim. I stað þess skal nú svarað í stuttu máli nokkrum spurningum, sem þegar kunna að hafa hvarflað að lesandanum. ,,Er þetta ekki bara venjuleg dáleiðsla? Er dáleiðandi nauðsynlegur? Er nauðsynlegt að gefa öðrum áhrifavald yfir sér, eða getur maður ef til vill beitt þessari lækninga- aðferð sjálfur í einrúmi með jafngóðum árangri?“ Af dáleiðslu eru mörg stig. Allt umhverfi manns er í rauninni hinn mesti dávaldur. Það kann að að hafa sefjað oss til sjúkleika; og gagnsefjun, sem vér beitum af ásettu ráði, kann að vinna bug á honum aftur. Slíka gagnsefjim getur hver maður framkvæmt án meðalgangara, án þess að aðrir hafi hugmynd um, og án þess hann þurfi að verja til þess nema nokkrum mínútum á degi hverjum. Það er grundvallarlögmál sjálfsefjunar, að: sérhverja hugmynd í yfirvitund manns, sem undirvitundin fellst á, gerir hún aö veruleika. Til þess að hún fallist á hana verð- ur fyrst og fremst að fullnægja þvi skilyrði, að hún sé ekki allt of fjarstæðukennd; það myndi t. d. ekki þýða að segja við mann, sem kveldist af tannpínu, að hann fyndi ekkert til — því myndi sjálf kvölin mótmæla nógu kröftuglega, og ef til vill ykist hún aðeins vegna þess, að hugurinn beindist meira að henni. Annað atriði er það, að endurtekn- ing, í senn eða dag eftir dag, styrkir sefjunina. I þriðja lagi

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.