Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 28

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 28
56 HEILSUVERND sveima á ótryggum ís í kring um bresti manns, sjúkleika og amaefni, og þar er margt sem varast þarf, ef vel á að takast. Altæku sefjunina getur hins vegar hvert barnið iðkað og lagt með henni grundvöll að hreysti og hamingju. Flestum hættir til að skoða tilfinningar sínar sem af- leiðingar fyrst og fremst, en miklu síður sem orsakir. Þeir eru hamingjusamir, af því að þeir eru hraustir — og gæta þess ekki, að hið gagnstæða er jafnsatt: menn verða hraust- ir, af því þeir eru hamingjusamir. Hamingja er ekki að- eins sköpuð af aðstæðum manns í lífinu heldur skapar hún einnig þessar aðstæður. Sefjunarvísindin leggja áherzlu á þetta síðara sjónarmið. Þegar hamingjan verður eðlilegt ástand manns, njóta hæfileikar hans og kraftar sín fyrst til fulls. Hamingjan er huglægur veruleiki — ástand, sem allir reyna einhverntíma á ævinni. Með skipulegri iðkun sefj- unar má koma því til leiðar, að hún verði ekki aðeins hverfull gestur í huga manns, heldur ráði þar fyrir ríki og verði ekki þaðan hrakin af neinum ytri orsökum. Þessi hugmynd um hamingjuna í eigin barmi er jafngömul hugs- un manns. Með sjálfsefjun getur maður gert hana að veru- leika í lífi sínu. Á KROSSGÖTUM. Framhald af bls. 38. iegt, að sjálf stjórn lands vors skuli vera jafn fáfróð um hollustugildi fæðutegunda sem raun ber vitni, og m. a. kemur fram í nýrri og óhóflegri skattlagningu á lifandi ávöxtum. Sú vanþekking, sem stendur á bak við slíka ráð- stöfun, hlýtur vissulega að hefna sín. Ekkert er til dýr- mætara á jarðríki en fullkomin heilbrigði, og engin þjóð né einstaklingur má við því til lengdar að láta hana fara forgörðum fyrir vanþekkingu og skeytingarleysi. Þvert á móti: Skyldan við heilbrigðina er skylda vor við lífið sjálft, og með því að rækja hana eru sjúkdómarnir vanræktir svo að þeir valda ekki bölvi framar.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.