Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 13

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 13
HEILSUVERND 41 kvæmi smærri viðgerðir, getur hann ekki forðað stöðvun og tjóni. Með því er ekki sagt að sjúkdómar séu „allir á sálinni“, því er aldrei svo farið, því að hver persóna er meira en sái. Hitt er svo annað, að veiklun vilja, einbeittni og hugrekkis, er þáttur í sérhverjum sjúkdómi. Hvernig vér eigum að ná til hinna dýpri sviða lífsins, að uppsprettulindum andans, hvernig vér eigum að brýna vilja þeirra, sem sjúkir eru, og tendra fölskvaða lífslöngun þeirra — það er að mínu áliti sú spurning, sem vér þurfum einkum upprunalegs innsæis og rannsókna til að svara. Til þess þarf læknisfræðin ekki á neinum stór- hýsum að halda, kostnaðarsömum tækjum og gífurlegri fjárfestingu. Allt sem vér þurfum er innsæi, skilningur og kærleikur — og sú vizka, sem kemur ofan að. Vér mennirnir erum ekki þær voldugu, sjálfumnægu og öruggu verur sem oss er í mun að sýnast. Þar göngum vér fram í dul. Undir niðri erum vér öll svolítið skelfd, hikandi, í vafa um veg og átt. Og vér þurfum á trú og vináttu að halda, stundum, fremur en fæðu, og á von og kærleika fremur en þaki yfir höfuðið. Vér skulum því halda oss við kjarna málsins og reyna að færa út landamæri læknisfræðinar fyrir þá sem ganga í spor vor á morgun. Mig langar til að þér lærið einnig að beita í starfi yðar þremur tækjum, sem hafa verið mér til ómetanlegs gagns. Hið fyrsta er fastheldni við hug- myndina um óaðgreinanlega einingu mannsins. Til hægðar- auka getið þið skipt honum í líkama, sál og anda. En í raunveruleikanum munuð þér aldrei verða vör við slíka skiptingu. Sjúkur líkami kemur aldrei gangandi inn í lækn- ingastofur yðar. Einungis einstakiingur, sem hefur sjúk- an líkama. Þér getið ekki læknað magaverk, heldur aðeins persónu, sem hefur magaverk. Það er um menn eins og málverk. Hvað myndi verða um meistaraverk eftir Rembrandt, ef þér senduð það á efnarannsóknarstofu til þess að efnagreina í því litina. Þér kæmust að raun um, hvernig þeir væru saman settir, en

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.