Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 18

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 18
HEILSUVERND Gæðamat á innHuttuni malvælum Áskorun Læknafélags Suöurlancls á heilbrigðisyfirvöldin. Læknablaðið (10. tbl. 1955) flytur frétt af aðalfundi Læknafélags Suðurlands, m. a. af erindi, sem Jónas Krist- jánsson yfirlæknir heilsuhælis N. L. F. 1. í Hveragerði flutti þar um manneldismál, og ályktun, sem fundurinn gerði í því sambandi. Segir blaðið svo frá: „Miklar umræður urðu um erindi Jónasar og voru menn á einu máli um hið mikla hlutverk mataræðisins í heilsu- farslegu uppeldi þjóðarinnar. Sérstaklega var rætt um, hversu þýðingarmikið væri, að vel væri vandað til mat- vælainnflutningsins, en upplýst var, að sumt af því korni, sem flutt væri inn ómalað, væri gamalt og skemmt af langri geymslu, t. d. spíraði ekki. Um malaða kornið væri ekki gott að segja, en víst væri um hveitið, að það væri algerlega bætiefnasnautt, og máske langgeymt, án þess að um það væri vitað með vissu fyrir fram. I sambandi við mál þetta samþykkti fundurinn eftirfar- andi ályktun til heilbrigðisstjórnarinnar í landinu: „AÖálfundur Lœknafélags Suðurlands ályktar, að gefnu tilefni, að skora á heilbrigðisyfirvöldin í landinu, að gera ráðstafanir til þess að tryggja að gæðamat fari fram á inn- fluttum matvælum, sérstáklega kornmat, möluðum eða ómöluðum, þar sem eigi aðeins væri tekið tillit til þroska kornsins, heldur og áldurs, geymsluaðferða og íblöndunar annarlegra efna til að auka geymsluþol eða fegra útlit.“ Fréttir af félagsdeildum, gjöfum og áheitum verða að bíða næsta heftis.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.