Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 17

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 17
HEILSUVERND Guörún Hrönn Hilmarsdóttir: ‘Brauðmataruppskriitir. (frá heilsuhœlinu í Hveragerði). HEILHVEITITERTA: 135 gr. heilhveiti, 100 gr. smjörlíki, 2 egg, 1 teskeið lyftiduft, 100 gr. púðursykur (2 msk. rjómi), ávaxtamauk. Smjörliki og sykur er hrært vel saman og eggjunum hrært þar i smátt og smátt. Heilhveitinu og lyftiduftinu er blandað gætilega i og rjómanum, cf deigið er þykkt, en honum má annars sleppa. Kakan er bökuð i tveimur vel smurðum tertumótum við fremur sterkan hita og lögð saman með aldinmauki og rjóma. KRINGLA MEÐ SULTU: 600 gr. heilhveiti, 125 gr. smjörlíki, 100 gr. púðursykur, 5 dl. mjólk, 1 tsk. kardimommur, 4 tesk. þurrger eða 40 gr. pressu- ger, nál. 6 matsk. aldinmauk, kókosmjöl. Heilhveiti og púðursykri er blandað saman i fati, smjörlíkið mulið saman við og þurrgerið látið í holu í miðju fatinu og mjólk- inni ylvolgri hrært út í, búið til þunnt deig í miðju fatinu. Látið standa á volgum stað. Klútur hafður yfir skálinni, svo ekki mynd- ist skán á deiginu. Þegar deigið hefur gerjast og vaxið um helming, er það hnoðað og það heilhveiti, sem var í kring, hnoðað upp í. Deiginu er skipt í 5 hluta og úr hverjum þeirra rúllaður sívaln- ingur, sem siðan er flattur út með kefli. Aldinmauki sniurt eftir lengjunni og brotið upp á barmana, svo þeir mætist. Mótuð kringla eða hringur á plötunni og hann látinn lyfta sér á volgum stað i 15—-20 mín. Þegar kringlan hefur lyft sér, er hún smurð að ofan með mjólk eða eggi og stráð kókosmjöli. Bökuð við meðalhita í 25—30 mín. Ivringla þessi er mjög góð. Hún getur geymzt í nokkra daga, en þá er betra að velgja hana upp í ofni áður en hún er notuð. RÚGBRAUÐ: 1700 gr. rúgmjöl, 400 gr. hveitiklíð, 1 msk. þurrger, 1 Vi 1. heitt vatn. Framhald á bls. 62.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.