Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 31

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 31
HEILSUVERND 59 Þetta er góð hvíldarstilling fyr- ir spenntar taugar og þreytta fætur. Hún greiðir fyrir blóðrás frá útlimum og örvar heilastarf- ið. Þreytusvipur og fölvi hverf- ur. Mittið grennist við það, að innyflin færast í eðlilegt lægi. Beygja knén, standa í iljar; lyfta kroppnum upp í spennu- stillinguna, sem myndin sýnir. Síga aftur niður i byrjunar- stillinguna. Hvila á milli, End- urtaka skal æfinguna nokkrum sinnum. — Æfingin styrkir hrygginn. Knén kreppt upp að brjósti, höndum tekið um fótleggina og lærunum þrýst vel að kviðnum um leið og andað er vel frá sér. Handtakinu sleppt og fætur réttir. Endurtekin nokkrum sinnum. •— Æfingin grennir mittið. „Hjólað"; reynt að teygja fæt- urna vel upp. Æfingin því erf- iðari, sem fætur eru nær lá- réttri stöðu. Æfingin spennir fótvöðvana og kvið-vöðvana og örvar blóðrásina.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.