Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 29

Heilsuvernd - 01.06.1956, Blaðsíða 29
HEILSUVERND 57 Skábrettið Athyglisverð nýjung í sjúkraleikfimi. Heilsuvernd hefur borizt örlitill útdráttur, eða fjórar blaðsíður úr bók eftir lœkni í Bandaríkjunum, Bernard Jensen að nafni. Segir þar frá æfingatæki, sem hann 'hefur notað við lækningar sínar. Telur hann því margt til gildis og skýrir nokkuð verkanir þess og' helztu æfinganna í því sjúkraleikfimikerfi, sem við það er tengt. En það mun hafa náð allmikilli útbreiðslu í Bandaríkjunum og hafa gefizt vel við lækningar á sumum sjúkdómum. Heilsuvernd telur rétt að birta leiðbeiningar um það, hvernig borðið er smíðað, fyrir þá sem fýsa kynni að reyna það, og lýsingar á helztu æf- ingunum. Það er tekið fram, að öruggast sé fyrir sjúklinga að hafa sam- ráð við lækni um æfingarnar, og gæta þess að ætla sér af í fyrstu; þeir sem hafa slappa kviðvöðva verða þannig að fara mjög gæti- lega í fyrstu og borðið á ekki að nota, ef menn hafa háan blóð- þrýsting, blæðingar, berkla, krabba í kviðarholi, botnlangabólgu og magasár, nema læknir hafi tilsjón með; og sama gildir fyrir þungaðar konur. Æfingarnar eru taldar góðar, ef um bólgur eða þrota er að ræða í höfði, t. d. í ennis- og kjálkaholum eða eyrnagönguin; einnig fyrir augun, gegn exemi á höfði og hárlosi. Þær hafa reynzt vel við hjartasjúkdómum, þreytu, svima, slæmu minni og lömun. Árangurinn byggist á því, hve mjög þessar æfingar greiða fyrir blóðrás til höfuðsins og til hjartans frá útlimunum, og þær örva heilastarfið alveg sérstaklega og hjálpa til að færa sigin innyfli í eðlilegt horf. Heilavefir þeirra, sem sitja að staðaldri eða standa kyrrir við vinnu sína, fá oft ónóga næringu, vegna þess að blóð- rásin er treg; líffærunum verður of erfitt til lengdar að knýja blóðið upp á móti; en ef vefjum heilans berst ekki nóg af næring- arríku blóði, þá kemur það einnig' niður á öðrum Hffærum. Og hér er þá lýsing á skábrettinu: Það er 47—50 cm. breitt og 180—185 cm. langt, úr fimmföldum krossviði, sem er 2 cm. á þykkt. Hliðargrip eru gerð með þvi að spora raufar í borðið 3 cm. frá röndunum hvoru megin, en 60 cm. frá höfðalagi. Raufin er 3 cm. á breidd og 45 cm. á lengd. Öklahöld eru fest í brettið til fóta, en þau varna þvi að líkaminn

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.