Heilsuvernd - 01.05.1960, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.05.1960, Blaðsíða 6
4 HEILSUVERND en hann liefur gert sér til gamans að safna merkjun- um á stafinn. Þannig segir hehbergið sína sögu um elju og atorku, manndáð og mannúð, ásamt þeirri greind, sem til þurfti að hasla náttúrulækningastefn- unni völl á því landi, sem einna ólíklegast virðist til lífgrasaræktunar, — ef aðeins er litið á landið og nafn þess. En Jónas vissi að glóð var undir og kunni að kynda. Síðan ég komst í kynni við læknisfræðina eru nú liðin nokkuð á sjöunda tug ára. Síðan hef ég helgað þessari fræðigrein nærfellt allt mitt starf. Ég trúði fastlega, að unnt væri að lækna festalla sjúkdóma. Ég heyrði lærðan lækni esgja við föður minn, sem lét sækja þennan lækni nærri heila dagleið, til móður minnar, sem var að bana komin af barnsfarasótt, að unnt hefði verið að bjarga lífi hennar, ef hún hefði verið flutt af heimilinu og á annan bæ. En á heimili okkar gekk blóðeitrun, sem fór um austurhluta Húna- vatnssýslu, en enginn vissi þó af hverju stafaði. Ég gleymi aldrei þeim harmi, sem heltók allt heimilið, — er við börnin vorum kölluð inn til þess að liún gæti kvatt okkur, en við vorum níu með nýfædda barn- inu. Ég hét því þá að verða læknir, ef ég gæti nokkuð lært. En það tók nokkur ár, að á því yrði byrjað, því að faðir okkar dó eftir langvinnt heilsuleysi nokkrum árum síðar. Þá sundraðist systkinahópurinn. Séra Benedikt á Grenjaðarstað tók tvö börn og mér bauð hann að kenna undir skóla. — Ég gleymdi aldrei því, sem ég hafði heitstrengt. — Það sem ég hefi lært er þetta: Sjúkdómar stafa af orsökum, sem unnt er að komast í veg fyrir. Sjúk- dómar eru óþarfir, ef vér aðeins tökum þá réttum tökum. Yér verðum að taka fyrir orsakir þeirra, en ekki láta nægja að gera við afleiðingarnar einar eins og nú tíðkast. Það er betra að taka fyrir rætur sjúk- dómanna en að lækna þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.