Heilsuvernd - 01.05.1960, Síða 22

Heilsuvernd - 01.05.1960, Síða 22
20 HEILSUVERND skynjuðuð forðum í ásýnd elskcindi máður, í útsprungnu blómi í varpa, í lind og skýi eilíft fagnaðarundur. Skynjið sem þái, ofar rökum og Ijósar, í vakandi draumi og heiðum af sól, er þið hvarflið frá þessari minning horfins kvölds að veiku og blaktandi skari hins liáa og skyggna öldungs, er yður les sem opna bók, og hafið þann grun fyrir vissu, að hann er borinn erfingi’ á ókomnum tíma, er eitt sinn fullnast, að ríki draumsins á jörðu, að veröld sjáandi mannkyns, þeim hillingaheimi hundrað genginna kynslóða, er líf hans sjátfs, fórnandi önn og eldmóður brautryðjandans fluttu oss nær um fet------- V. Svo kvöddumst við, sem löngum áður, eins og við myndum hittast einn næsta daginn; en mál þitt fylgdi mér milt og rótt úr garði, og samanfléttað, sem geislar tunglsins við götunnar aprílhúm, gleymdu stefi úr fornu helgiljóði: VI. Ég er hinn huldi andi, er myrkri sveipar hin innstu rök; ég blossa í logum bálsins og skín í stjarna skini, tungla og sólna, ég, maður, kona, mær og ungur sveinn, ég, reifuð bernska og elli stirð, sem styðst á staf sinn fram, allt er ég, allt sem er, lóan í heiði, gras á týndri gröf, óveðursskýið, skruggu og regni þungað; árstíðir, skeið og útliöf, líf og heimar hefjast i mér og hníga.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.