Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 32

Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 32
30 HEILSUVERND Jónas læknir Kristjánsson andaðist sunnndaginn 3. apríl s. 1. á heimili sínu, heilsuhæli Náttúrulækninga- félagsins í Hveragerði. Hann var fæddur á Snærings- stöðum í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu 20. sept. árið 1870 og var því rösklega háfnaður með 90. aldursárið, er hann lézt. Vel heill heilsu, óbilandi að þrótti og lífsfjöri, starfaði hann að heilbrigðismálum fram á þetta síðasta ár, er Ijóst var að lífsþrótturinn var að smáfjara út og var hann þó fram yfir jól hið bezta viðmælandi um þessi mál og einkmn sitt mikla hugðarefni, náttúrulækningastefnuna í heilbrigðismál- um. Hafði hann nú um 60 ára skeið verið einn af snill- ingum læknastéttarinnar og brautryðjandi í lieilbrigðis- málum og í þeim málum lá eftir hann stórvirki, þar sem stofnun og starfræksla Heilsuhælis Náttúrulækn- ingafélagsins í Hveragerði er, ásamt bóka- og tímarita- útgáfu, þar sem hann ritaði stórum mikið um heil- brigðismál, er flest laut að þeim þætti heilbrigðismál- anna, sem snertir næringu manna og lifnaðarhætti. Hreyfing sú, sem hann vakti í þessu efni, mun verða honum óbrotgjarn minnisvarði, og varðaði hann þó * ekkert um þá hlið málsins, heldur hina, hvaða gæfu þjóðin gæti sótt til þeirrar stefnu er hann taldi grund- vallaratriði heilbúigðismálanna. Hann grundvallaði næringar- og lifnaðarháttafræðina og taldi óhikað, að þar væri að ræða um undirstöðu heilhrigðis og ham- ingju manna. Af þessu var hann mannvinur og spámað- ur, sem komið hefur á stað þróun í hamingjuleit mann- anna hér á jörð, og hefur í því efni reist það merki, sem ekki mun falla þótt að sjálfsögðu eigi tíminn eftir að koma með margt nýtt til viðbótar og upplýsingar. Jónas ólst upp með foreldrum sínum á Snærings- stöðum, en þau voru Kristján Kristjánsson, ríka í Stóra- dal, og Steinunn Guðmundsdóttir frá Kirkjubæ í Norð- urárdal í Húnavatnssýslu Ólafssonar. Ólafur var fyrst

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.