Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 38
36
HEILSUVERND
læknisíbúð. Yar hann sjálfur lífið og sálin i þeim fram-
kvæmdum, og lagði óhemju erfiði á sjálfan sig við
bygginguna; tók jafnvel sjálfur upp grjót i grunninn.
Læknisdæmið varð brátt allt Fljótsdalshérað með
Borgarfirði, og fyrstu árin var enginn sími i landinu
og Lagarfljót óbrúað, og síðan hættist það við, vegna
hins mikla orðspors, sem fór af honum sem lækni, að
hans var vitjað úr nærliggjandi byggðarlögum ,er rnikið
lá við, og varð honum einkum tiðförult á Seyðisfjörð,
en þar var sjúkraliús og aðstaða til að skera fólk upp
við innanmeinum. Til þess var liann ætíð kvaddur,
ýrnist til aðstoðar eða að gera uppskurðina á eigin
hönd.
Jónas sá, að svona erfiðu læknisdæmi gæti liann
ekki enzt til að þjóna lengi, og því var það, að haustið,
sem Sigurður Pálsson, héraðslæknir á Sauðárkróki,
drukknaði, 1910, sótti hann um það hérað og settist
að á Sauðárkróki um vorið 1911.
Héraðsmenn söknuðu hans ákaft bæði sem læknis
og leiðtoga. Hann hafði hvergi hlíft sér né sparað sig
á neina grein, og var ljóst, að nokkuð af „harða bónda“
háttum átti liann í eðli sínu. Má í því sambandi segja
frá einni læknisaðgerð hans, til fróðleiks um manninn
og einkum aðstöðu þá, sem hann og fleiri læknar höfðu
til læknisaðgerða á þessum tíma, og sem olli þvi, að
fæstir læknar gátu lagt út í meiri háttar læknisaðgerð-
ir lieima i héruðum sínum.
Halldór Stefánsson fyrrv. alþingismaður segir svo
frá: „Ég átti þá heima á Klaustri, er Jónas gerði þá
læknisaðgerð, sem nú skal frá sagt, og mun það hafa
verið um veturinn eða vorið 1902. Þá bjó á Glúms-
stöðum í Fljótsdal Stefán Hallgrímsson. Hann var ein-
stakt karlmenni, yfirlætis- og æðrulaus. Hann kenndi
sér innvortismeins og Jónas sagði, að hér væri um
sull að ræða i lifrinni og mætti ekki dragast að gera
að því með uppskurði. Var nú undinn bráður bugur