Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 42
10
HEILSUVERND
Skagfirðinga með þeirri yfirlýsingu, að það sem hann
ætti eftir af aldri og orku, ætlaði hann að nota til þess
að vinna að því, „að lifað sé eftir lögmálum náttúrunn-
ar“. Ekki er líklegt, að öllum hafi verið ljóst, livaða
starfsstefna hér var i raun og veru tekin, né livað i
lienni fólst eða hvaða árangurs mátti vænta, sem hann
þó teldi einhvers virði, slíkur kappsmaður, sem liann
var um árangur af störfum sínum, maðurinn fast við
sjötugs aldur.
Ifann fór beina leið út í lönd, sem hann hafði oft
gert á embættisferli sínum og snemma árs 1940 stofn-
aði hann Náttúrulækningafélag Islands i Reykjavík,
og veittu 30 menn úr þeirri byggð honum atbeina við
félagsstarfsemina.
Hann hafði þá fyrir mörgum árum veitt því athjrgli,
að til var lækningastefna, sem einlcum fólst í vernd
lieilsunnar, svo sjúkdómastríðinu mætti linna að meira
eða minna leyti. Þetta taldi liann aðalatriði heilhrigð-
ismálanna, og að þessum þætti þeirra þyrfti að snúa sér
meira en verið hafði. Þetta var þá þegar mikil fræði-
grein, sem mest sneri að næringunni, sem byggir
upp líkamann og viðheldur honum. Svo snemma tók
liann að kynna sér þessa fræðigrein, að h. 10. marz
1923, hélt liann fyrirlestur i Framfarafélaginu, er stóð
í hálfan annan klukkutíma um þessi nýju læknavís-
indi, og kom það fram, að þá þegar vissi hann megin-
efni allra þeirra fræða i heilhrigðismálunum, sem hér
var um að ræða, og sem síðan hafa aðeins staðfestst en
ekki umbreytzt, svo máli skipti. Sýnir þetta hversu
mikla athygg'ju Jónas lagði í allar greinar læknavís-
inda, og' honum þótti sú spekin bezt, að byrgja brunn-
inn, áður en barnið dytti ofan í hann.
Starfsemi Náttúrulækningafélagsins er nú vel þekkt
með þjóðinni. Menn verzla i búð þess í Reykjavik, dvelja
á heilsuhæli þess i Hveragerði og lesa rit þess, sem
gefin hafa verið út, næstum frá fyrstu starfsdögum þess.