Heilsuvernd - 01.05.1960, Page 49

Heilsuvernd - 01.05.1960, Page 49
HEILSUVERND 47 beini veittur af mikilli rausn. Þegar Jónas flutti með 'fjölskyldu sína til Reykjavíkiir árið 1938 kvöddu Skagfirðingar læknisfjölskylduna með veglegu og fjöl- mennu samsæti á Sauðárkróki. Þar, sem oftar, kom greinilega fram, hve vinsældir Jónasar og fjölskyld- unnar allrar voru miklar og innilegar hjá Skagfirðing- um og hvað þeir voru honum þakklátir fyrir öll störfin í Skagafirði. Þegar Jónas flutti til Reykjavíkur, var hann orðinn 68 ára og búinn að ljúka miklu og' erfiðu verki að gegna þreytandi læknisstörfum í 37 ár í víðlendum og erfiðum læknishéruðum. Þrátt fyrir það voru starfs- kraftar hans óskertir og áhuginn fyrir heilbrigðismál- um þjóðarinnar þrotlaus. Hann lielgaði náttúrulækn- ingastefnunni þá óskipta krafta sína og vann ótrú- lega mikið verk á því sviði. Hann var faðir þessarar stefnu liér á landi og markaði liana skýrt og hiklaust. Hann liafði foryslu um stofnun Náttúrulækningafélags Islands árið 1939 og var forseti þess til dauðadags. Kenning hans og náttúrulækningastefna er fyrst og fremst fólgin í þvi að hrýna fyrir fólki að lifa sem mest á náttúrulegri lifandi jurtafæðu og á þann hátt koma í veg fyrir ýmsa þá svokölluðu menningarsjúk- dóma, sem svo mjög þjá mannkynið nú til dags og orsakast að meira eða minna leyti af rönguin lifnaðar- háttum. Eitt af hans mestu áhugamálum var að koma liér upp hressingarhæli á vegum Náttúrulækningafélags- ins. Þessi stórliuga ósk hans rættist með byggingu Heilsuhælis Náttúrulækningafélags Islands í Hvera- gerði, aðallega fyrir ötula forustu og dugnað Jónasar í þessu máli ásamt fórnarlund, því hann gaf allar sín- ar eignir til heilsuhælisins. Nú þegar Jónas Kristjánsson er allur, er margs að minnast og mikið að þakka. Það var bæði lærdóms- rikt og göfgandi að kynnast jafn stórbrotnum manni

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.