Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 54
52
HEILSUVERND
sem höfðu gerzt brautryöjendur á þessu sviði, og gat
mikið af þeim lært.
Á heimili foreldra minna sá ég Jónas Kristjánsson
fyrst ,er hann kom þangað í lækniserindum á upp-
vaxtarárum mínum, og minnist hans þá þegar sem
hins mesta Ijúfmennis og auðfúsugests. Mörgum árum
síðar gisti ég á heimili hans á Sauðárkróki, skömmu
áður en hann lét af embætti. Hann var þá nýkominn
lieim úr einni af utanferðum sínum, og liafði ég fáum
vikum áður hlýtt — þó aðeins með öðru eyranu -—
á erindi, er hann flutti í útvarpið um hinn nýja heilsu-
verndarboðskap. Hann sagði mér margt um samband-
ið milli sjúkdóma og lifshátta. Ég minnist þess, að
ég spurði hann m. a., hvort botnlangabólga gæti stafað
af röngu mataræði, hvort rúsínusteinar og annað slíkt
ættu ekki mesta sök á henni. Hann var nú ekki á því.
Botnlangabólgan væri vottur um sjúklegt ástand ristils-
ins. stafandi af röngu mataræði og tregum liægðum;
þegar fæðumaukið kæmist ekki leiðar sinnar með eðli-
legum hraða, þornaði það og harðnaði um of, erti
slímhúðir ristilsins, svo að þær bólgnuðu og lokuðu
þá oft fyrir hið þrönga op ristils og botnlangatotu, og
oft myndaðist í henni grjótharður köggull, sem stöðv-
aði rennsli og þrengdi að æðum í veggjum botnlanga-
totunnar. Væri þarna þvi hinn bezti jarðvegur fyrir
bólgusýklana. Er heim kom, bar ég þessa skýringu
undir skurðlækni einn, sem staðfesti hana í aðalatrið-
um. Og seinna fékk ég tækifæri til að sjá nokkra
botnlanga, sem innihéldu grjótliarða köggla, er reynd-
ust vera gamall fæðuúrgangur.
Nokkru áður en Jónas Kristjánsson lét af embætti,
stofnaði liann náttúrulækningafélag á Sauðárkróki,
fyrir áeggjan og með aðstoð Björns Kristjánssonar, stór-
kaupmanns, sem hafði kynnzt þessari stefnu í Þýzka-
landi. Og skömmu síðar stofnaði hann, með eitthvað
30 manns, Náttúrulækningafélag íslands.