Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 4

Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 4
færi leggur niður vinnu, það verður aflvana. Þreytan staf- ar af því, að áreynsla og erf- iði hafa aukin efnaskipti í för með sér og aukna framleiðslu óþarfra og ónýtra efna, líkt og þegar meiri reykur mynd- ast við aukinn bruna í ofni og eldavél. Þessi efni þarf að losa burt úr líkamanum á sem fljótastan og fullkomnastan hátt. Það er blóðið, sem gerir þau óvirk og þvær þau burtu jafnóðum. Eftir því hve fljótt eða seint þetta starf blóðsins tekst, verður þreytan minni eða meiri. JÓNAS KRISTJÁNSSON LÆKNIR Þreyta Þreyta er hugták, sem allir þekkja af eigin reynslu. Öll mikil og langvarandi áreynsla á eitt liffceri eða fleiri hefir meiri eða minni áhrif á all- an líkamann og sálina lika. Frá heilanum liggja tauga- þræðir um allan líkamann, eins og símaþræðir i borg. Þessir þræðir bera fréttir tíl miðstöðvarinnar um ástandið i líkamanum, segja til um þreytuna, eins og annað, sem aflaga fer. Heilinn ger- ir svo sinar ráðstafanir, til þess að öll störf liffæranna gangi sinn eðlilega gang í réttri samstillingu. Heilinn krefst hvildar til handa þeim líffærum, sem þreytt eru orð- in af erfiði. Hann krefst svefns og hvíldar handa sjálf- um sér. Þreytutilfinningin er varúðarmerki um, að líffær- unum sé að verða ofboðið með starfi. Sé þessu varúðar- merki ekki gefinn gaumur, fer svo, að hið örþreytta líf- 164 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.