Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 12

Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 12
framfarir og háþróaða menningu, að hægt sé að fullnægja þessum skilyrðum. Þar eru mörg ljón á veginum: Langir flutningar, geymsla matvæla, mengun í láði, legi og lofti. En þeim mun brýnni er nauðsyn þess, að við kostum kapps um að afla okkur náttúr- legrar fæðu í sem ríkustum mæli. (Lauslega þýtt úr Let’s Live) Heimsmet í langlífi í 3. hefti Heilsuverndar 1971 er sagt frá elzta manni í heimi, Rússanum Sjirali Muslimov, sem er fæddur í marz 1805 og er því nú orðinn 167 ára. Mörg erlend blöð og tímarit hafa skýrt frá þessum háa aldri, og í nýju hefti af ameríska tímaritinu „Let’s Live“ er honum helguð grein með ýmsum fróðlegum upplýsingum. Sjirali hefir alið allan hinn langa aldur sinn í einu syðsta fylki Rússlands, Azerbaijan, sem liggur við Kaspíahaf. íbúar eru þar um hálf fimmta milljón af ýmsu þjóðerni. Sjirali berst stöðugt f jöldi bréfa, frá mönnum, sem óska eftir upplýsingum um langlífi hans og heilsu. Svar hans er einfalt: Lykillinn að þessum leyndar- dómi er vinna, ferskt fjallaloft og hófsemi í mat og drykk. „Ég er aldrei að flýta mér, ég hefi unnið í 150 ár og ætla að halda því áfram.“ Hann er hraustlegur að sjá og glaður í bragði. Hann fer á fætur í dögun til vinnu í aldingarðinum, og hann hirðir kindur sínar og tekur sér langar göngur við og við, og ennþá fer hann á hestbak. Hann er neyzlugrannur, borðar aðallega aldin, græn- meti og mjólkurmat, drekkur aldrei sterka áfenga drykki og reykir ekki. Kona hans er 98 ára. Sjirali hefir aldrei orðið misdægurt. Hann hefir þó þrisvar farið í læknisrannsókn, og púls og blóðþrýstingur reyndust eins og hjá manni á bezta aldri. Þessar rannsóknir hafa farið fram í rann- sóknarstofnun í höfuðborginni Baku. Þar er skrá yfir aldur fólks í ýmsum héruðum landsins. í sumum byggðarlögum er einn af 172 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.