Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 6
Jólafrásagnirnar, sem skráðar eru í guðspjöllum Lúkasar og Matteusar, eru einhverjar yndislegustu perlur heimsbókmenntanna. Þær eru færðar í letur af mönnum, sem sjálfir höfðu sannreynt það, að allt líf Jesú, dauði hans og upprisa, var guðdómleg opin- berun. Því var þeim það síður en svo nokkurt undrunarefni, að upphafið að einstæðum lífsferli Jesú hefði borið að höndum með sérstökum og undraverðum hætti. Báðir rita þeir guðspjöll sín nálægt árinu 70 e.Kr. Þá hefir Markús samið sitt guðspjall, og hafa þeir báðir aðgang að því og notfæra sér efni þess, en auka mikið við eftir öðrum heimildum. Vera má, að eitthvað af þeim heimildum hafi verið skráðar. en vafalaust hafa þeir einnig átt aðgang að öðrum fræðslulindum. Merkir fræðimenn eru sammála um það, að mjög snemma hafi margir frásagnaþættir um líf Jesú, orð hans og gjörðir, dauða hans og upprisu, fengið all-fasta mótun, löngu áður en þeir voru í letur færðir, og að þessir óskráðu þættir hafi síðan borizt frá manni til manns í áratugi, án þess að taka nokkrum verulegum breytingum, þar til guðspjallamennirnir færa þá í letur. Þess má minnast, að Gyðingar voru því vanir frá alda öðli, að geyma kenningar meistara sinna og lærifeðra óskráðar öld eftir öld. Þeir lögðu þessi fræði á minnið, og hefir oft verið dáðst að því, hvílík kynstur lærðir Gyðingar gátu geymt í huga og hve minni 166 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.