Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 13

Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 13
hverjum 200 íbúum yfir 90 ára, sem svarar til þess, að á íslandi væru eitt þúsund manns yfir 90 ára aldri, og í einu héraði eru 147 af hverjum hundrað þúsund íbúum orðnir 100 ára, svarandi til 300 hér á landi. Og það er eftirtektarvert, að 67% hinna tíræðu eru konur, sem hafa eignazt 7 til 20 börn. Elzti atvinnufjárhirðir í heimi mun vera Medzhid Agaev, sem er orðinn 134 ára. Hann gengur daglega vart minna en 10 km eftir hjörð sinni í fjöllunum, borðar fjórar litlar máltíðir á dag, grænmeti, mjólk, osta og hunang, og aðaldrykkur hans er ómeng- að vatn úr fjallalindum; áfengi hefir aldrei komið inn fyrir hans varir. Sjómaðurinn All-Hussein Isa Ogli Mamedkhanov frá Baku, sem er orðinn 115 ára, tekur undir orð Sjiralis: „Vinnan varðar miklu.“ BLJ Liðagigt læknuð með fföstum og Jurtafæöi Einar Dahli var orðinn óvinnufær og nær ósjálfbjarga af liða- gigt haustið 1969, 34 ára að aldri. Liðagigtin var verst í öxlum og baki, höndum, hnjám og öðrum fótliðum. Hann gat ekki sofið fyrir verkjum, og kona hans varð að hjálpa honum í fötin á morgnana. Hvað eftir annað þurfti að draga vatn út úr hnjá- liðum, og árið 1970 var gerð skurðaðgerð á báðum hnjám. Honum voru gefin saltböð í einu gigtarsjúkrahúsinu, og hann át kynstrin öll af lyfjum, m.a. kortíson. Hann var hættur að geta lesið nokkuð að ráði og lítt fær um að hugsa. Haustið 1970 var aftur komið vatn í hnén. Enginn lækna hans hafði orð á því, að fæðið hefði neina þýð- ingu í sambandi við sjúkdóm hans. En einhver vina hans lánaði honum gamla bók eftir Are Waerland, „í nornakatli sjúkdóm- anna“. t). Þar var m.a. frá því skýrt, að mikil saltneyzla gæti 1) Ein fyrsta bók Waerlands, rituð á ensku og gefin út í Englandi Bitstj. HEILSUVERND 173

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.