Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 17

Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 17
Sápa f stólpípum Oft verður þess vart, að bæði læknar og hjúkrunarkonur hafi andúð á notkun stólpípu við tregum hægðum og telji þær skaðlegar fyrir þarmana. Þetta óorð, sem stólpípan hefir fengið á sig, mun að einhverju leyti stafa af því, að venja hefir verið að setja sápu saman við stólpípuvatni-ð. í nýútkominni bók um tregar hægðir, ritaðri af brezkum læknum, er talið mjög varhugavert að hella sápuvatni inn í ristilinn, og það af eftirgreindum ástæðum: 1. Sápuvatnið dregur til sín vatn út úr æðakerfinu, og af því getur leitt m.a. hlutfallslega aukningu á kalíum í blóðinu með lífs- hættulegum afleiðingum. 2. Ofnæmisútbrot á húð eru ekki sjaldgæf eftir stólpípur með sápu, og jafnvel hættuleg lost. 3. Sápan skaddar slímhúðir ristilsins, ekki sízt ef sápuvatnið skilst ekki út samstundis, en oft vill nokkur hluti þess sitja eftir, og þessar skemmdir geta orðið hinar alvarlegustu. BLJ Öldrykkja skemmir lifrina Sænskir læknar hafa nýlega gert rannsókn á nokkrum stúdent- um til að ganga úr skugga um áhrif hófsamlegrar öldrykkju á lifur og blóð. Stúdentarnir drukku fjórar flöskur af áfengu öli á dag, eina í senn með nokkru millibili, þannig að þeir fundu aldrei til áfengisáhrifa. Eftir tvær vikur voru komin greinileg merki um aukna fitu í lifur hjá tveimur af átta stúdentum, sem gengust undir þessa rannsókn, og eftir fimm vikur hjá öðrum þremur í viðbót. Svipaðar rannsóknir hafa leitt í ljós aukningu á fitu í blóði eftir fárra daga ölneyzlu í álíka magni. „Að þessu leyti stafar meiri hætta af daglegri áfengisneyzlu heldur en ef sjaldnar er drukkið og meira í einu“, segir einn læknirinn. Fitulifur — en svo er það kallað, þegar fita sezt í lifrarfrum- urnar — er ekki fyllilega starfhæf, og eftir langvarandi áfengis- neyzlu breytist hún oft í skorpulifur, sem getur dregi-ð sjúklinginn til dauða. (Halsa) HEILSUVERND 177

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.