Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 16
4. Paraffínolía hefir valdið æxlismyndun í meltingarvegi, enda þótt þess séu fá dæmi. 5. Paraffínolían getur komizt ofan í lungu og valdið þar lungna- bólgu. Mest er hættan á því hjá börnum og gamalmennum. 6. Alltaf gengur dálítið af paraffínolíunni inn í bióðrásina og berst með henni til ýmissa líffæra, svo sem lifrar, miltis og eitla. auk þess sem hún sezt fyrir í slímhúð meltingarvegarins. Líkam- inn meltir hana ekki og skilur hana ekki úr blóði eða vefjum, og getur þetta leitt til myndunar hættulegra æxla. Niðurstaða höfunda er sú, að langvarandi notkun paraffínolíu sé óþörf og skaðleg, og óréttlætanlegt að nota hana nema þá um skamman tíma, ef nauðsyn þykir til bera. BLJ ÞEGAR BARN FÆÐIST I HEIMINN Undireins og barn er fæðt í heiminn, skal ljósmóðirin vandlega aðgæta, hvort það er líflítið, er þá venja sumra, að strjúka blóðið, sem er í naflastrenginum, til barnsins; en sú aðferð er ecki ein- úngis fávísleg, heldur gétur orðið skaðleg; því er ráð í þessu tilfelli, heldur að skilja á milli, og láta blæða úr naflastrenginum rúmlega eina matskeið, hreinsa vel munninn og vitin frá með- fæddu slími; skvetta á börnin litlu ediki; þvo höfuðið með vín- tári; setja þeim stólpípu af volgri mysu, sem litlu af handsápu sé blönduð; blása þeim í munninn með gætni; sjúga brjóst þeirra og gnúa líkamann og iljamar, hógliga; skélla með flatri hendi á enda barnsins einusinni eða tvisvar, svo það hristist við. Ná- qvæmlega skal aðgæta höfuðbeinin og lagfæra, sem skjótast, hafi þau úr lagi gengið í fæðingunni. Undir eins og ljósmóðir fær tóm til, ber henni að rannsaka alla barnsins limu og vita að lagfæra, hafi nockuð aflaga gengið í fæðingunni, hvert heldur vera kynni hendur, fætur, höfuðbein, eða hverr annar líkamans partur, sem lagfæra má. Verði hún nockurs vör, sem hún ecki þorir að lagfæra með sitt eindæmi og uppá hvern helzt hátt barnið vera kann van- eða af-skapað, ætti hún að sjá til læknir væri kallaður sem fyrst; gjöra þó sem minnst orð þar á við móðurina, einkum sé hún lítilsigld. (Jón Pétursson: T.ækninffa-Bók fyrir almúgra, 1834) 176 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.