Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 9
BJÖRN L. JÓNSSON LÆKNIR
Eggjahvifa og iþróttir
Frá gamalli tíð hefir það verið bjargföst trú margra næringar-
fræðinga, að þeir sem leggja á sig mikið líkamlegt erfiði, þarfnist
margfalt meiri eggjahvítu í daglegu fæði en aðrir. Hefir þetta
verið talið gilda ekki hvað sízt um íþróttamenn í þjálfun og í
keppni, t.d. á Ólympíuleikum. Eggjahvítuþörf er almennt talin
60—70 g á dag, en ætti að sumra hyggju að þrefaldast í keppni
og nema 180—210 g. Reynslan hefir þó sýnt, að slík eggjahvítu-
neyzla er síður en svo vænleg til árangurs. Þrátt fyrir það voru
þess dæmi, að Svisslendingar efndu til samskota fyrir íþrótta-
menn, sem sendir skyldu á Ólympíuleikana í Mexíkó og höfðu
ekki efni á að gæða sér daglega á rándýrri nautasteik.
Til viðhalds vöðvum og öðrum líkamsvefjum þarf líkami manna
við venjuleg störf ekki nema um 20 g geggjahvítu á dag, eins og
rannsóknir hafa sýnt og sannað. Við aukið erfiði hækkar þessi
tala að sjálfsögðu eitthvað, en þó ekki meira en svo, að með
60—70 grömmum á öllu að vera borgið. Það hefir meira að segja
verið sannað á óyggjandi hátt, að án matar geta menn innt af
hendi mikið erfiði dögum saman. Árið 1964 lögðu 19 Svíar upp
í 500 km göngu frá Kalmar til Stokkhólms. Þeir voru 10 daga á
leiðinni og gengu þannig að meðaltali 50 km á dag, án matar,
drukku aðeins vatn. Þeir voru undir ströngu lækniseftirliti allan
tímann og náðu lokaáfanganum allir sem einn heilir heilsu og í
ágætu ástandi. Meðal þeirra voru nokkrir jurtaneytendur, sem
höfðu ekki borðað kjöt eða fisk um lengri eða skemmri tíma, áður
en gangan hófst, og í göngunni höfðu þeir létzt minna en hinir.
Eggjahvíta, sem líkaminn þarfnast ekki daglega til að bæta
upp slit á vefjum sínum, brotnar niður við efnaskiptin í einfald-
ari efnasambönd, en getur ekki safnast fyrir í líkamanum. Við
HEILSUVERND
169