Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 10

Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 10
slíkan bruna eggjahvítunnar myndast orka, líkt og við niðurbrot fitu og kolvetna, en nokkur hluti skilst út úr líkamanum gegnum nýrun. Þetta reynir mjög á þessi þýðingarmiklu líffæri, sem bila oft hjá íþróttamönnum á bezta aldri, og samfara því er jafnan hár blóðþrýstingur. Rannsókn á 120 íþróttamönnum leiddi í ljós, að ef eggjahvítu- neyzlan fór fram úr raunverulegri eggjahvítuþörf líkamans, þann- ig að nokkur hluti eggjahvítunnar fór til orkuframleiðslu, varð orkueyðslan, þ.e.a.s. næringarþörfin, reiknuð í hitaeiningum, allt að einum fjórða meiri en ef þeir hefðu borðað meira af kolvetna- og fitufæðu en minna af eggjahvítu. Þessi rannsókn varð til þess, að læknirinn E.A.Schmid gerði tilraun á sjálfum sér. í hálft þriðja ár iðkaði hann erfiðar fjallgöngur og aðrar háfjallaíþróttir og hagaði mataræði sínu á þann veg, að eggjahvítan fór ekki veru- lega fram úr raunverulegri eggjahvítuþörf, nægilegri til að við- halda vöðvum og öðrum vefjum, svo og hormónum og öðrum vessum, sem innihalda eggjahvítuefni. Hann borðaði lítið eitt af ostum, en hvorki egg, kjöt né fisk, og dagleg eggjahvítuneyzla var milli 40 og 80 g (maðurinn var 80 kg á þyngd). Hann hafði áður borðað sem svaraði 3000 til 3600 hitaeiningum á dag, en þennan tíma fór hitaeiningaþörfin niður í 2400, að óbreyttum líkamsþunga. Hann var laus við svita og þorsta, þannig að hann þurfti enga svaladrykki að flytja með sér á ferðum sínum, og matar- birgðir gat hann minnkað um þriðjung. Samtímis sýndu mælingar, að vöðvaafl hans jókst um 20—30%, en súrefnisþörf minnkaði um 10—20%. Áður hafði hann þurft að hvíla sig dag og dag, þegar hann var á fjallaferðum sínum langtímum saman; en brátt þurfti hann ekki á slíku að halda, nóttin nægði honum til að af- þreytast, og stuttar hvíldir að deginum komu honum að sömu notum og langar hvíldir áður; á hálftíma var hann endurnærður eftir þreytandi göngur. Síðar hafa aðrir komizt að svipuðum niðurstöðum. Margir methafar, karlar og konur, í ýmsum greinum íþrótta, hafa afsannað þá kenningu, að nauðsynlegt sé að borða mikla eggjahvítu til að vinna slík afrek. (Að nokkru úr grein eftir dr. Ralph Bircher í Reform-Rundschau.) 170 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.