Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 8
að heyra sama fallega ævintýrið, hversu oft sem með það er farið.
Lúkas gnæfir hæst af höfundum rita Nýjatestamenntisins. í
Encyclopaedia Britannica eru tilfærð þau ummæli um guðspjall
hans, að það sé fegursta ritið, sem nokkru sinni hafi verið fært
í letur. Þótt sennilega hafi hann ekki verið Gyðingur, er hann þó
hálærður í gyðinglegum fræðum, en að sama skapi hámenntaður
í grískum fræðum. Og hann er heimsborgari og hefir því meira
víðsýni en höfundar hinna samstofna guðspjallanna. Hann segir
frá atriðum, sem hann gjörþekkir sjálfur. Hann veit glögg skil á
því, að keisarinn í Róm lét skrásetja skattskylda þegna í skatt-
löndum sínum. Einnig veit hann það, að þótt Heródes eldri fengi
að halda konungdómi í Gyðingalandi, þótt það væri orðið róm-
verskt skattland, þá átti rómverski landstjórinn í Sýrlandi að
hafa auga með gjörðum Heródesar konungs, og gjöra keisaranum
grein fyrir þeim. Því nefnir hann Kyreníus landstjóra í Sýrlandi
í jólafrásögn sinni. Lúkas hefir dvalið í ísrael og er þar nákunnugur.
Hann þekkir Nasaret og fjallaleiðina þaðan suður til Júdeu. 1
Jerúsalem dvaldi hann með Páli postula. Og ekki er að efa, að til
Betlehem hefir hann komið, og þá vafalaust átt dvöl í fjárhús-
hellinum, þar sem Jesús fæddist. Jólafrásögn hans styður þá
skoðun, að hann hafi sjálfur litið eigin augum sjónarsviðið, þar
sem hinir helgu atburðir gjörðust hina fyrstu jólanótt.
Þegar ég átti dvöl í þeim gamla fjárhúshelli nú fyrir skömmu,
fannst mér ég skynjá návist Lúkasar, og aldrei hefi ég fundið
það betur en þá, hve sannan og dýrðlegan boðskap hann flutti
með jólaguðspjalli sínu.
IIIIIIIIIIIIIMIIIIIIII
IIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIII
(mmfledileg /ó/
atíælt komandi ár.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiitiitiidiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
168
HEILSUVERND