Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 6
Um hvítlauk Viðurkenndur heilsugjafi allt frá dögum Hippókratesar, hins gríska, föður læknisfræðinnar. Fyrir ævalöngu þekktu menn undramátt hvítlauks til lækninga og varnar gegn sjúkdómum. Um 3000 árum fyrir Krists burð not- uðu Babýloníumenn hvítlauk til lækninga. Við byggingu pýramídanna í Egyptalandi var hvítlaukur keyptur fyrir stórfé verkamönnum til matar. Hippó- krates hinn gríski, „faðir læknis- fræðinnar“, notaði einnig hvít- lauk til lækninga og ritaði grein- ar um áhrifamátt hans. Og norskir víkingar- og sjófarendur til forna fluttu með sér hvítlauk, sem eflaust hefir átt sinn þátt í að verja þá gegn skyrbjúgi. Rannsóknir síðari ára hafa staðfest fornar og nýjar hugmyndir manna um lækninga- mátt hvítlauks. Bakteríur, sem settar eru í hvítlaukssafa, iamast og hætta að hreyfast eftir þrjár mínútur. Ef hvítlaukssafa er dreypt í vökva með bakteríu- gróðri í, leggja bakteríurnar þeg- ar á flótta út til allra hliða. Eftir tvær mínútur eru sumar þeirra hættar að hreyfa sig, og að tíu mínútum liðnum eru þær allar orðnar hreyfingarlausar. Rann- sóknir hafa og sýnt, að nýr safi er miklum mun áhrtfameiri en safi, sem geymdur hefir verið í nokkra mánuði. Samkvæmt skýrslum, sem tveir amerískir læknar hafa safn- að og birt í læknatímariti, hafa ýmsir læknar notað hvítlauk við of háum blóðþrýstingi með góðum árangri og gengið úr skugga um, að sá árangur er hvítlauknum að þakka. Hann hefir og reynst vel við ýmis kon- ar meltingartruflunum, svo sem niðurgangi og loftmyndun í þörmum. Ennfremur til varnar gegn lungnabólgu, barnaveiki, taugaveiki og berklum. Hann er talinn eyða slími og lækna astma og ýmsa bakteríu- eða vírussjúk- dóma í öndunarfærum, kvef og hálsbólgu. Amerísku læknarnir tveir birtu og skýrslu um 12 sjúklinga, sem þeir höfðu sjálfir haft undir höndum og læknað með hvítlauk. Var þar um sinn sjúkdóminn að ræða hjá hverj- um, og suma á háu stigi. Dr. Deutschmeister, læknir af gyðingaættum starfandi í ísrael, skýrir frá því, að meðal flótta- manna í síðustu heimsstyrjöld hafi mikið borið á alvarlegum maga- og þarmasjúkdómum. En Gyðingar sluppu við þá, og þakkar læknirinn það því, að þeir borðuðu mikið af hvítlauk. Hann hefir einnig birt í læknariti einu skýrslu um mikinn fjölda magasjúklinga, sem hann hefir læknað með hvítlauk. Gallinn við notkun hvítlauks er hin sterka lykt, sem honum fylgir og er óþægileg þeim, er neyta hans ekki sjálfir. Og þessi lykt fylgir einmitt þeim efnum lauksins, sem mestan lækninga- mátt hafa. Hann kemur því ekki að tilætluðum notum, nema hann sé borðaður ósoðinn og tugginn vel eða honum haldið í munni um tima, sérstaklega þegar um er að ræða sjúkdóma í munni, hálsi eða öndunarfær- um. Heilsuvernd þarfnast þín Nú ríður á að tímaritið okkar fái sem mesta út- breiðslu og er hver nýr áskrif- andi spor í þá átt. Með því að hjálpa til við að safna áskrift- um leggur þú þitt af mörkum. Sími Heilsuverndar er 16371. 4 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.